Dallas jafnaði gegn Phoenix 27. maí 2006 03:53 Dirk Nowitzki og Josh Howard skoruðu samanlagt 59 stig fyrir Dallas í nótt og halda nú til Arizona með það fyrir augum að bæta upp fyrir tap á heimavelli í fyrsta leiknum NordicPhotos/GettyImages Dallas Mavericks náði að rétta sinn hlut í öðrum leik úrslitaeinvígis Vesturdeildarinnar í nótt þegar liðið lagði Phoenix Suns 105-98 á heimavelli sínum og hafa liðin því unnið sitt hvorn leikinn í einvíginu. Dirk Nowitzki fór fyrir sínum mönnum á lokasprettinum í nótt, en það var umfram allt bættur varnarleikur heimamanna sem tryggði þeim sigurinn. Josh Howard, sem meiddist á fæti í upphafi síðasta leiks, var nokkuð óvænt í liði Dallas í nótt og skoraði 29 stig og hirti 7 fráköst. Dirk Nowitzki skoraði 40 stig og hirti 14 fráköst og Jason Terry skoraði 18 stig. Hetja Phoenix í fyrsta leiknum, Boris Diaw, var aftur frábær í nótt og skoraði 25 stig og hirti 10 fráköst, Tim Thomas skoraði 20 stig, Shawn Marion skoraði 19 stig og hirti 19 fráköst og Steve Nash skoraði 16 stig og gaf 11 stoðsendingar. Þetta var í þriðja sinn í röð í úrslitakeppninni sem Phoenix tapar leik tvö í einvígi og raunar í tíunda skipti í síðustu ellefu rimmum liðsins í úrslitakeppni sem leikur tvö tapast. Phoenix vinnur sjaldan leiki þar sem liðið nær ekki að skora yfir 100 stig og því hefur ekki tekist að skora yfir 100 stig í leik tvö í úrslitakeppninni í ár. Phoenix var yfir þegar liðin hófu leik í fjórða leikhluta, en varnarleikur Dallas í lokaleikhlutanum tryggði sigurinn. Avery Johnson gerði breytingar á byrjunarliði sínu til að reyna að halda í við sprækt lið Phoenix og var framherjinn Keith Van Horn í byrjunarliði Dallas í kvöld. Miðherjinn DeSagana Diop spilaði með grímu eftir að hafa nefbrotnað í sjöunda leiknum við San Antonio, en henti grímunni fljótlega af sér. Hann hirti 11 fráköst í leiknum. Brasilíumaðurinn Leandro Barbosa var í byrjunarliði Phoenix í fjarveru Raja Bell sem er meiddur. Barbosa náði sér alls ekki á strik og klikkaði á 12 af 15 skotum sínum í leiknum. Phoenix notaði aðeins 7 leikmenn í nótt og allir byrjunarliðsmennirnir léku í það minnsta 38 mínútur. Næsti leikur þessara liða verður háður í Phoenix á sunnudagskvöldið og verður hann sýndur í beinni útsendingu á Sýn, en það verður nánar auglýst hér á Vísi um helgina. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Dallas Mavericks náði að rétta sinn hlut í öðrum leik úrslitaeinvígis Vesturdeildarinnar í nótt þegar liðið lagði Phoenix Suns 105-98 á heimavelli sínum og hafa liðin því unnið sitt hvorn leikinn í einvíginu. Dirk Nowitzki fór fyrir sínum mönnum á lokasprettinum í nótt, en það var umfram allt bættur varnarleikur heimamanna sem tryggði þeim sigurinn. Josh Howard, sem meiddist á fæti í upphafi síðasta leiks, var nokkuð óvænt í liði Dallas í nótt og skoraði 29 stig og hirti 7 fráköst. Dirk Nowitzki skoraði 40 stig og hirti 14 fráköst og Jason Terry skoraði 18 stig. Hetja Phoenix í fyrsta leiknum, Boris Diaw, var aftur frábær í nótt og skoraði 25 stig og hirti 10 fráköst, Tim Thomas skoraði 20 stig, Shawn Marion skoraði 19 stig og hirti 19 fráköst og Steve Nash skoraði 16 stig og gaf 11 stoðsendingar. Þetta var í þriðja sinn í röð í úrslitakeppninni sem Phoenix tapar leik tvö í einvígi og raunar í tíunda skipti í síðustu ellefu rimmum liðsins í úrslitakeppni sem leikur tvö tapast. Phoenix vinnur sjaldan leiki þar sem liðið nær ekki að skora yfir 100 stig og því hefur ekki tekist að skora yfir 100 stig í leik tvö í úrslitakeppninni í ár. Phoenix var yfir þegar liðin hófu leik í fjórða leikhluta, en varnarleikur Dallas í lokaleikhlutanum tryggði sigurinn. Avery Johnson gerði breytingar á byrjunarliði sínu til að reyna að halda í við sprækt lið Phoenix og var framherjinn Keith Van Horn í byrjunarliði Dallas í kvöld. Miðherjinn DeSagana Diop spilaði með grímu eftir að hafa nefbrotnað í sjöunda leiknum við San Antonio, en henti grímunni fljótlega af sér. Hann hirti 11 fráköst í leiknum. Brasilíumaðurinn Leandro Barbosa var í byrjunarliði Phoenix í fjarveru Raja Bell sem er meiddur. Barbosa náði sér alls ekki á strik og klikkaði á 12 af 15 skotum sínum í leiknum. Phoenix notaði aðeins 7 leikmenn í nótt og allir byrjunarliðsmennirnir léku í það minnsta 38 mínútur. Næsti leikur þessara liða verður háður í Phoenix á sunnudagskvöldið og verður hann sýndur í beinni útsendingu á Sýn, en það verður nánar auglýst hér á Vísi um helgina.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti