Miami hársbreidd frá úrslitunum 30. maí 2006 03:53 Dwayne Wade er með yfir 70% skotnýtingu í einvíginu við Detroit NordicPhotos/GettyImages Miami Heat tók í nótt stórt skref í áttina að sjálfum NBA úrslitunum með nokkuð öruggum 89-78 sigri á Detroit Pistons í fjórða leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar. Miami er því komið í 3-1 í einvíginu og getur klárað dæmið í Detroit á miðvikudagskvöldið, en sá leikur verður sýndur beint á Sýn. Lið Detroit virkaði alls ekki sannfærandi frá fyrstu mínútu og leikur liðsins bar ekki vott um að það væri í örvæntingu að reyna að vinna aftur heimavallarréttinn. Shaquille O´Neal og Dwayne Wade léku sér enn og aftur að varnarmönnum Detroit og þurftu litla sem enga hjálp frá aukaleikurum sínum. Detroit sýndi sitt rétta andlit í stuttum skorpum í síðari hálfleik og náði að komast yfir á kafla - ekki síst vegna þess að Dwayne Wade tók ekki eitt einasta skot á körfuna allan þriðja leikhlutann. Hann geymdi hinsvegar það besta þangað til á lokakaflanum og skoraði ótrúlegar körfur. Það segir kannski sína sögu um andleysi Detroit leikmanna og áræðni Miami, að Shaquille O´Neal varði skot í vörninni og hljóp sjálfur upp allan völlinn og skoraði með sniðskoti. Dwayne Wade skoraði 31 stig í leiknum, hitti 8 af 11 skotum sínum og setti á svið sýningu eins og honum einum er lagið með sirkuskörfum af dýrari sortinni. Shaquille O´Neal skoraði 21 stig og hirti 9 fráköst og Udonis Haslem skoraði 16 stig. Tayshaun Prince skoraði 15 stig fyrir Detroit, Chauncey Billups skoraði 14 stig og Rasheed Wallace skoraði 12 stig. Fimmti leikur liðanna fer fram í Detroit á miðvikudagskvöld og verður í beinni útsendingu á Sýn. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Miami Heat tók í nótt stórt skref í áttina að sjálfum NBA úrslitunum með nokkuð öruggum 89-78 sigri á Detroit Pistons í fjórða leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar. Miami er því komið í 3-1 í einvíginu og getur klárað dæmið í Detroit á miðvikudagskvöldið, en sá leikur verður sýndur beint á Sýn. Lið Detroit virkaði alls ekki sannfærandi frá fyrstu mínútu og leikur liðsins bar ekki vott um að það væri í örvæntingu að reyna að vinna aftur heimavallarréttinn. Shaquille O´Neal og Dwayne Wade léku sér enn og aftur að varnarmönnum Detroit og þurftu litla sem enga hjálp frá aukaleikurum sínum. Detroit sýndi sitt rétta andlit í stuttum skorpum í síðari hálfleik og náði að komast yfir á kafla - ekki síst vegna þess að Dwayne Wade tók ekki eitt einasta skot á körfuna allan þriðja leikhlutann. Hann geymdi hinsvegar það besta þangað til á lokakaflanum og skoraði ótrúlegar körfur. Það segir kannski sína sögu um andleysi Detroit leikmanna og áræðni Miami, að Shaquille O´Neal varði skot í vörninni og hljóp sjálfur upp allan völlinn og skoraði með sniðskoti. Dwayne Wade skoraði 31 stig í leiknum, hitti 8 af 11 skotum sínum og setti á svið sýningu eins og honum einum er lagið með sirkuskörfum af dýrari sortinni. Shaquille O´Neal skoraði 21 stig og hirti 9 fráköst og Udonis Haslem skoraði 16 stig. Tayshaun Prince skoraði 15 stig fyrir Detroit, Chauncey Billups skoraði 14 stig og Rasheed Wallace skoraði 12 stig. Fimmti leikur liðanna fer fram í Detroit á miðvikudagskvöld og verður í beinni útsendingu á Sýn.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira