Englendingar lögðu Ungverja
Enska landsliðið vann nokkuð sannfærandi 3-1 sigur á Ungverjum í vináttuleik í knattspyrnu í Manchester í kvöld. Steven Gerrard og John Terry komu enskum í 2-0, en Pal Dardai sló þögn á áhorfendur með sannkölluðu draumamarki skömmu síðar. Það var svo hinn leggjalangi Peter Crouch sem innsiglaði sigur heimamanna með laglegu marki á 81. mínútu.
Mest lesið


„Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“
Körfubolti



Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion
Enski boltinn


Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik
Íslenski boltinn


