Englendingar hafa skorað fjögur mörk í fyrri hálfleik í síðasta æfingaleik sínum fyrir HM í Þýskalandi sem hefst í næstu viku. Þeir Frank Lampard og Michael Owen skoruðu fyrsta og fjórða markið en í millitíðinni skoruðu Jamaíkamenn tvö sjálfsmörk eftir aukasppyrnu og hornspyrnu frá David Beckham. Leikurinn er í beinni á sjónvarpsstöðinni Sýn.
Varnarmennirnir John Terry og Ashley Cole yfirgáfu báðir leikinn í fyrri hálfleik að því virtist vegna einhverja meiðsla sem er ekki alltof góðar fréttir fyrir Englendinga en það má búast við að Sven-Goran Eriksson ætli ekki að taka neina áhættu svona stuttu fyrir mót.
Markið hans Owen var hans 36. fyrir enska landsliðið en jafnframt það fyrsta í langan tíma og því honum mjög mikilvægt í að finna skotskónna fyrir HM sem hefst eftir nokkra daga.