Mourinho spáir Brasilíumönnum HM-titlinum 3. júní 2006 15:21 Jose Mourinho hefur mesta trú á því að Brasilíumenn verji HM-titilinn sinn. Jose Mourinho, portúgalski knattspyrnustjóri Englandsmeistara Chelsea, spáir því að Brasilíumenn verji heimsmeistaratitilinn sinn á HM sem hefst um næstu helgi. Það yrði því í sjötta sinn sem Brasilíumenn yrðu heimsmeistarar. Mourinho vildi einnig vekja athygli landa sinna í Portúgal á því að Íranir gætu reynst erfiðir en þeir mæta einnig Mexíkó og Angóla í riðlakeppninni. "Brasilía er eina þjóðin sem er eingöngu skipað góðum leikmönnum og þeir hafa gott skipulag sem hefur verið í gangi í góðan tíma," sagði Mourinho þegar hann var spurður út í HM. "Þetta er nánast sama lið og vann HM 2002 nema að Ronaldinho er nú fjórum árum eldri, Adriano er kominn inn í liðið og Emerson er ekki meiddur. Það bendir margt til þess að miðja liðsins sé mun sterkari nú,"bætti Mourinho við. Brasilía er í riðli með Króatíu, Ástralíu og Japan og spilar sinn fyrsta leik við Króata þriðjudaginn 13. júní. Brasilíumenn spila lokaleik sinn fyrir HM gegn Nýja-Sjálandi í Genf á morgun og Íslendingar geta fylgst með generalprufunni því leikurinn verður í beinni útsendingu á Sjónvarpsstöðinni Sýn og hefst klukkan 16.00 á morgun sunnudag. "Íranir mæta samheldnir til leiks og þeir ætla sér að berjast fyrir sína þjóð fram í rauðan dauðann. Þó að þá vanti kannski evrópska skipulagið í leik sinn þá er öruggt að þeir get vel flækt hlutina fyrir Portúgali," sagði Mourinho um Írani en flestir eru þó sammála um að Portúgal ætti að vinna tvo fyrstu leiki sína örugglega, gegn Angóla og Íran. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira
Jose Mourinho, portúgalski knattspyrnustjóri Englandsmeistara Chelsea, spáir því að Brasilíumenn verji heimsmeistaratitilinn sinn á HM sem hefst um næstu helgi. Það yrði því í sjötta sinn sem Brasilíumenn yrðu heimsmeistarar. Mourinho vildi einnig vekja athygli landa sinna í Portúgal á því að Íranir gætu reynst erfiðir en þeir mæta einnig Mexíkó og Angóla í riðlakeppninni. "Brasilía er eina þjóðin sem er eingöngu skipað góðum leikmönnum og þeir hafa gott skipulag sem hefur verið í gangi í góðan tíma," sagði Mourinho þegar hann var spurður út í HM. "Þetta er nánast sama lið og vann HM 2002 nema að Ronaldinho er nú fjórum árum eldri, Adriano er kominn inn í liðið og Emerson er ekki meiddur. Það bendir margt til þess að miðja liðsins sé mun sterkari nú,"bætti Mourinho við. Brasilía er í riðli með Króatíu, Ástralíu og Japan og spilar sinn fyrsta leik við Króata þriðjudaginn 13. júní. Brasilíumenn spila lokaleik sinn fyrir HM gegn Nýja-Sjálandi í Genf á morgun og Íslendingar geta fylgst með generalprufunni því leikurinn verður í beinni útsendingu á Sjónvarpsstöðinni Sýn og hefst klukkan 16.00 á morgun sunnudag. "Íranir mæta samheldnir til leiks og þeir ætla sér að berjast fyrir sína þjóð fram í rauðan dauðann. Þó að þá vanti kannski evrópska skipulagið í leik sinn þá er öruggt að þeir get vel flækt hlutina fyrir Portúgali," sagði Mourinho um Írani en flestir eru þó sammála um að Portúgal ætti að vinna tvo fyrstu leiki sína örugglega, gegn Angóla og Íran.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira