Jason Terry fór á kostum í sigri Dallas 9. júní 2006 05:21 Jason Terry er skemmtikraftur af bestu sort og fór á kostum í nótt. Hann skoraði 32 stig, þar af fjóra þrista. AFP Dallas Mavericks hefur náð 1-0 gegn Miami Heat í lokaúrslitum NBA eftir 90-80 sigur á heimavelli sínum í nótt. Hinn frábæri Jason Terry varpaði skugga á stórstjörnurnar í gær þegar hann skoraði 32 stig og var maðurinn á bak við sigur Dallas. Miami byrjaði mun betur í leiknum og hafði yfir allt þar til á síðustu sekúndu fyrri hálfleiksins þegar Dirk Nowitzki kom Dallas yfir með skoti um leið og flautan gall. Nowitzki náði sér ekki á strik í sóknarleiknum frekar en Josh Howard, en þeir félagar hittu aðeins úr 7 af 28 skotum sínum. Jason Terry hitti hinsvegar úr 13 af 18 skotum sínum. Dwayne Wade er enn ekki búinn að ná sér af vírus sem hann fékk á dögunum, en hann var engu að síður stigahæstur í liði Miami með 28 stig og tvö þeirra komu eftir tilþrif leiksins þar sem hann tróð boltanum með tilþrifum yfir Erick Dampier. Shaquille O´Neal skoraði 17 stig og hitti mjög vel utan af velli - en var aftur skelfilegur á vítalínunni þar sem hann hitti 1 af 9 skotum. "Þetta var bara einn leikur og engin sería vinnst á einum leik," sagði Jason Terry brattur eftir leikinn og Avery Johnson þjálfari Dallas var sömuleiðis með báða fætur á jörðinni. "Þetta var bara einn leikur og þó við séum vissulega ánægðir að klára hann, vitum við að bæði liðin eiga mikið inni. Það á mikið eftir að gerast áður en þetta einvígi klárast." Stig Dallas: Jason Terry 32, Dirk Nowitzki 16 (10 frák), Jerry Stackhouse 13, Josh Howard 10 (12 frák). Stig Miami: Dwayne Wade 28, Shaquille O´Neal 17, Antoine Walker 17, Jason Williams 12. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Sjá meira
Dallas Mavericks hefur náð 1-0 gegn Miami Heat í lokaúrslitum NBA eftir 90-80 sigur á heimavelli sínum í nótt. Hinn frábæri Jason Terry varpaði skugga á stórstjörnurnar í gær þegar hann skoraði 32 stig og var maðurinn á bak við sigur Dallas. Miami byrjaði mun betur í leiknum og hafði yfir allt þar til á síðustu sekúndu fyrri hálfleiksins þegar Dirk Nowitzki kom Dallas yfir með skoti um leið og flautan gall. Nowitzki náði sér ekki á strik í sóknarleiknum frekar en Josh Howard, en þeir félagar hittu aðeins úr 7 af 28 skotum sínum. Jason Terry hitti hinsvegar úr 13 af 18 skotum sínum. Dwayne Wade er enn ekki búinn að ná sér af vírus sem hann fékk á dögunum, en hann var engu að síður stigahæstur í liði Miami með 28 stig og tvö þeirra komu eftir tilþrif leiksins þar sem hann tróð boltanum með tilþrifum yfir Erick Dampier. Shaquille O´Neal skoraði 17 stig og hitti mjög vel utan af velli - en var aftur skelfilegur á vítalínunni þar sem hann hitti 1 af 9 skotum. "Þetta var bara einn leikur og engin sería vinnst á einum leik," sagði Jason Terry brattur eftir leikinn og Avery Johnson þjálfari Dallas var sömuleiðis með báða fætur á jörðinni. "Þetta var bara einn leikur og þó við séum vissulega ánægðir að klára hann, vitum við að bæði liðin eiga mikið inni. Það á mikið eftir að gerast áður en þetta einvígi klárast." Stig Dallas: Jason Terry 32, Dirk Nowitzki 16 (10 frák), Jerry Stackhouse 13, Josh Howard 10 (12 frák). Stig Miami: Dwayne Wade 28, Shaquille O´Neal 17, Antoine Walker 17, Jason Williams 12.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Sjá meira