Miðjumaðurinn Steven Gerrard verður líklega í byrjunarliði Englendinga á morgun þegar liðið spilar opnunarleik sinn á HM gegn Paragvæ. Gerrard sagði í gær að aðeins helmingslíkur væru á því að hann yrði klár vegna meiðsla, en breska sjónvarpið hefur eftir heimildarmanni sínum að Gerrard ætli að spila á morgun.
Gerrard klár á morgun
