
Sport
Portúgalskt mark eftir aðeins fjórar mínútur

Það stefnir í langt og erfitt kvöld fyrir Angólamenn því Portúgalar eru komnir í 1-0 eftir aðeins fjórar mínútur í leik þjóðanna í D-riðli HM í knattspyrnu. Markið skoraði Pauleta eftir frábæran undirbúning Luis Figo en Pauleta var líka kominn einn í gegn eftir aðeins 15 sekúndur. Portúgalir eru líklegir til þess að skora mörg mörk í þessum leik haldi þeir áfram af sama krafti það sem eftir er leiksins.