David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins, segir að helsta markmið félaga sinna í leiknum gegn Trinidad og Tobago á fimmtudaginn verði að halda aftur af fyrrum félaga hans hjá Manchester United, hinum magnaða Dwight Yorke.
Yorke er ekkert unglamb lengur, en leiðtogahæfileikar hans og áður óþekkt fjölhæfni hafa drifið spútniklið keppninnar áfram í undanförnum leikjum. "Yorke hefur alltaf gert öllum varnarmönnum sem hann spilar á móti lífið leitt. Hann var stór hluti af liði Manchester United sem vann alla titla sem í boði voru á sínum tíma," sagði Beckham.