Þriðji leikur Miami Heat og Dallas Mavericks í úrslitaeinvíginu um NBA-titilinn verður á dagskrá Sýnar klukkan eitt efir miðnætti í nótt. Framherjinn Udonis Haslem hjá Miami verður líklega í byrjunarliði Miami, en óvíst var talið að hann gæti spilað eftir að hann meiddist illa á öxl í síðasta leik. Dallas vann fyrstu tvo leikina á heimavelli sínum, en næstu leikir fara fram í Miami.
