Michael Ballack kemur inn í byrjunarlið Þjóðverja á ný þegar liðið tekur á móti grönnum sínum Pólverjum í A-riðli HM nú klukkan 19. Leikurinn fer fram á hinum glæsilega heimavelli Dortmund sem tekur 65.000 áhorfendur í sæti. Þess má til gamans geta að báðir framherjar þýska liðsins, Lukas Podolski og Miroslav Klose, eru fæddir í Póllandi.
Þýskaland: Lehmann, Friedrich, Mertesacker, Metzelder, Lahm, Schweinsteiger, Ballack, Frings, Schneider, Podolski, Klose.
Varamenn: Jansen, Huth, Kehl, Nowotny, Neuville, Kahn, Asamoah, Hitzlsperger, Borowski, Hildebrand, Odonkor.
Pólland: Boruc, Bosacki, Baszczynski, Bak, Zewlakow, Sobolewski, Krzynowek, Smolarek, Radomski, Zurawski, Jelen.
Varamenn: Jop, Gancarczyk, Kosowski, Szymkowiak, Rasiak, Kuszczak, Mila, Dudka, Lewandowski, Giza, Fabianski, Brozek.
Dómari: Luis Medina Cantalejo frá Spáni.