Staðan í leik Þjóðverja og Pólverja í A-riðlinum á HM er jöfn 0-0 í hálfleik. Leikurinn hefur verið hinn fjörugasti þrátt fyrir markaleysið, en greinilegt er að hvorugt liðið ætlar að gefa tommu eftir í baráttunni. Lukas Podolski fékk líklega besta færi leiksins rétt áður en flautað var til hlés, en skot hans fór framhjá markinu.
