Michael Jordan snýr aftur 16. júní 2006 03:59 Michael Jordan verður einn af æðstu mönnum í stjórn Charlotte Bobcats framvegis, en þar á bæ ætla menn fyrst og fremst að reyna að bæta aðsókn á leiki liðsins næsta vetur AFP Michael Jordan hefur hingað til ekki séð sér fært um að vera lengi í einu frá körfuboltanum og í gærdag eignaðist hann umtalsverðan hlut í Charlotte Bobcats. Liðið er það yngsta í deildinni og er staðsett skammt frá þeim stað þar sem Jordan tók fyrstu skrefin í átt til þess að verða þekktasti körfuboltamaður allra tíma, þegar hann lék með háskólaliði Norður-Karólínu. Robert Johnson, aðaleigandi Bobcats og vinur Jordan til margra ára, hefur lengi verið að reyna að fá félaga sinn til liðs við sig og það tókst loksins í gær. Jordan vann sex meistaratitla sem leikmaður á sínum tíma og er almennt álitinn besti körfuboltamaður sem uppi hefur verið, en ferill hans á skrifstofunni hefur langt í frá verið jafn glæsilegur. Jordan var rekinn úr starfi þegar hann stýrði liði Washington Wizards á sínum tíma og voru menn á einu máli um að stjórnarstörf ættu frekar illa við hinn mikla sigurvegara. Hann var til að mynda einn þeirra sem báru ábyrgð á því að Washington notaði fyrsta valréttinn í nýliðavalinu árið 2001 í Kwame Brown, sem allar götur síðan hefur valdið miklum vonbrigðum. David Stern, forseti NBA-deildarinnar, sagðist fagna því að sjá Michael Jordan aftur í deildinni og hinn skrautlegi eigandi Dallas Mavericks stóð ekki á svari sínu frekar en venjulega þegar hann var spurður hvað sér þætti um endurkomu Jordan í deildina. "Velkominn í slaginn félagi og upp með tékkheftið," sagði Mark Cuban og glotti. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Fleiri fréttir Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Littler létt eftir mikla pressu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Sjá meira
Michael Jordan hefur hingað til ekki séð sér fært um að vera lengi í einu frá körfuboltanum og í gærdag eignaðist hann umtalsverðan hlut í Charlotte Bobcats. Liðið er það yngsta í deildinni og er staðsett skammt frá þeim stað þar sem Jordan tók fyrstu skrefin í átt til þess að verða þekktasti körfuboltamaður allra tíma, þegar hann lék með háskólaliði Norður-Karólínu. Robert Johnson, aðaleigandi Bobcats og vinur Jordan til margra ára, hefur lengi verið að reyna að fá félaga sinn til liðs við sig og það tókst loksins í gær. Jordan vann sex meistaratitla sem leikmaður á sínum tíma og er almennt álitinn besti körfuboltamaður sem uppi hefur verið, en ferill hans á skrifstofunni hefur langt í frá verið jafn glæsilegur. Jordan var rekinn úr starfi þegar hann stýrði liði Washington Wizards á sínum tíma og voru menn á einu máli um að stjórnarstörf ættu frekar illa við hinn mikla sigurvegara. Hann var til að mynda einn þeirra sem báru ábyrgð á því að Washington notaði fyrsta valréttinn í nýliðavalinu árið 2001 í Kwame Brown, sem allar götur síðan hefur valdið miklum vonbrigðum. David Stern, forseti NBA-deildarinnar, sagðist fagna því að sjá Michael Jordan aftur í deildinni og hinn skrautlegi eigandi Dallas Mavericks stóð ekki á svari sínu frekar en venjulega þegar hann var spurður hvað sér þætti um endurkomu Jordan í deildina. "Velkominn í slaginn félagi og upp með tékkheftið," sagði Mark Cuban og glotti.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Fleiri fréttir Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Littler létt eftir mikla pressu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Sjá meira