Michael Jordan snýr aftur 16. júní 2006 03:59 Michael Jordan verður einn af æðstu mönnum í stjórn Charlotte Bobcats framvegis, en þar á bæ ætla menn fyrst og fremst að reyna að bæta aðsókn á leiki liðsins næsta vetur AFP Michael Jordan hefur hingað til ekki séð sér fært um að vera lengi í einu frá körfuboltanum og í gærdag eignaðist hann umtalsverðan hlut í Charlotte Bobcats. Liðið er það yngsta í deildinni og er staðsett skammt frá þeim stað þar sem Jordan tók fyrstu skrefin í átt til þess að verða þekktasti körfuboltamaður allra tíma, þegar hann lék með háskólaliði Norður-Karólínu. Robert Johnson, aðaleigandi Bobcats og vinur Jordan til margra ára, hefur lengi verið að reyna að fá félaga sinn til liðs við sig og það tókst loksins í gær. Jordan vann sex meistaratitla sem leikmaður á sínum tíma og er almennt álitinn besti körfuboltamaður sem uppi hefur verið, en ferill hans á skrifstofunni hefur langt í frá verið jafn glæsilegur. Jordan var rekinn úr starfi þegar hann stýrði liði Washington Wizards á sínum tíma og voru menn á einu máli um að stjórnarstörf ættu frekar illa við hinn mikla sigurvegara. Hann var til að mynda einn þeirra sem báru ábyrgð á því að Washington notaði fyrsta valréttinn í nýliðavalinu árið 2001 í Kwame Brown, sem allar götur síðan hefur valdið miklum vonbrigðum. David Stern, forseti NBA-deildarinnar, sagðist fagna því að sjá Michael Jordan aftur í deildinni og hinn skrautlegi eigandi Dallas Mavericks stóð ekki á svari sínu frekar en venjulega þegar hann var spurður hvað sér þætti um endurkomu Jordan í deildina. "Velkominn í slaginn félagi og upp með tékkheftið," sagði Mark Cuban og glotti. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Michael Jordan hefur hingað til ekki séð sér fært um að vera lengi í einu frá körfuboltanum og í gærdag eignaðist hann umtalsverðan hlut í Charlotte Bobcats. Liðið er það yngsta í deildinni og er staðsett skammt frá þeim stað þar sem Jordan tók fyrstu skrefin í átt til þess að verða þekktasti körfuboltamaður allra tíma, þegar hann lék með háskólaliði Norður-Karólínu. Robert Johnson, aðaleigandi Bobcats og vinur Jordan til margra ára, hefur lengi verið að reyna að fá félaga sinn til liðs við sig og það tókst loksins í gær. Jordan vann sex meistaratitla sem leikmaður á sínum tíma og er almennt álitinn besti körfuboltamaður sem uppi hefur verið, en ferill hans á skrifstofunni hefur langt í frá verið jafn glæsilegur. Jordan var rekinn úr starfi þegar hann stýrði liði Washington Wizards á sínum tíma og voru menn á einu máli um að stjórnarstörf ættu frekar illa við hinn mikla sigurvegara. Hann var til að mynda einn þeirra sem báru ábyrgð á því að Washington notaði fyrsta valréttinn í nýliðavalinu árið 2001 í Kwame Brown, sem allar götur síðan hefur valdið miklum vonbrigðum. David Stern, forseti NBA-deildarinnar, sagðist fagna því að sjá Michael Jordan aftur í deildinni og hinn skrautlegi eigandi Dallas Mavericks stóð ekki á svari sínu frekar en venjulega þegar hann var spurður hvað sér þætti um endurkomu Jordan í deildina. "Velkominn í slaginn félagi og upp með tékkheftið," sagði Mark Cuban og glotti.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira