Michael Jordan snýr aftur 16. júní 2006 03:59 Michael Jordan verður einn af æðstu mönnum í stjórn Charlotte Bobcats framvegis, en þar á bæ ætla menn fyrst og fremst að reyna að bæta aðsókn á leiki liðsins næsta vetur AFP Michael Jordan hefur hingað til ekki séð sér fært um að vera lengi í einu frá körfuboltanum og í gærdag eignaðist hann umtalsverðan hlut í Charlotte Bobcats. Liðið er það yngsta í deildinni og er staðsett skammt frá þeim stað þar sem Jordan tók fyrstu skrefin í átt til þess að verða þekktasti körfuboltamaður allra tíma, þegar hann lék með háskólaliði Norður-Karólínu. Robert Johnson, aðaleigandi Bobcats og vinur Jordan til margra ára, hefur lengi verið að reyna að fá félaga sinn til liðs við sig og það tókst loksins í gær. Jordan vann sex meistaratitla sem leikmaður á sínum tíma og er almennt álitinn besti körfuboltamaður sem uppi hefur verið, en ferill hans á skrifstofunni hefur langt í frá verið jafn glæsilegur. Jordan var rekinn úr starfi þegar hann stýrði liði Washington Wizards á sínum tíma og voru menn á einu máli um að stjórnarstörf ættu frekar illa við hinn mikla sigurvegara. Hann var til að mynda einn þeirra sem báru ábyrgð á því að Washington notaði fyrsta valréttinn í nýliðavalinu árið 2001 í Kwame Brown, sem allar götur síðan hefur valdið miklum vonbrigðum. David Stern, forseti NBA-deildarinnar, sagðist fagna því að sjá Michael Jordan aftur í deildinni og hinn skrautlegi eigandi Dallas Mavericks stóð ekki á svari sínu frekar en venjulega þegar hann var spurður hvað sér þætti um endurkomu Jordan í deildina. "Velkominn í slaginn félagi og upp með tékkheftið," sagði Mark Cuban og glotti. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Komnir með þrettán stiga forskot „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Valskonur unnu meistarana „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Sjá meira
Michael Jordan hefur hingað til ekki séð sér fært um að vera lengi í einu frá körfuboltanum og í gærdag eignaðist hann umtalsverðan hlut í Charlotte Bobcats. Liðið er það yngsta í deildinni og er staðsett skammt frá þeim stað þar sem Jordan tók fyrstu skrefin í átt til þess að verða þekktasti körfuboltamaður allra tíma, þegar hann lék með háskólaliði Norður-Karólínu. Robert Johnson, aðaleigandi Bobcats og vinur Jordan til margra ára, hefur lengi verið að reyna að fá félaga sinn til liðs við sig og það tókst loksins í gær. Jordan vann sex meistaratitla sem leikmaður á sínum tíma og er almennt álitinn besti körfuboltamaður sem uppi hefur verið, en ferill hans á skrifstofunni hefur langt í frá verið jafn glæsilegur. Jordan var rekinn úr starfi þegar hann stýrði liði Washington Wizards á sínum tíma og voru menn á einu máli um að stjórnarstörf ættu frekar illa við hinn mikla sigurvegara. Hann var til að mynda einn þeirra sem báru ábyrgð á því að Washington notaði fyrsta valréttinn í nýliðavalinu árið 2001 í Kwame Brown, sem allar götur síðan hefur valdið miklum vonbrigðum. David Stern, forseti NBA-deildarinnar, sagðist fagna því að sjá Michael Jordan aftur í deildinni og hinn skrautlegi eigandi Dallas Mavericks stóð ekki á svari sínu frekar en venjulega þegar hann var spurður hvað sér þætti um endurkomu Jordan í deildina. "Velkominn í slaginn félagi og upp með tékkheftið," sagði Mark Cuban og glotti.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Komnir með þrettán stiga forskot „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Valskonur unnu meistarana „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Sjá meira