Miami ætlar í sögubækurnar 16. júní 2006 04:19 Dwyane Wade er heldur betur að taka úrslitaeinvígið í sínar hendur, en hann skoraði 36 stig fyrir Miami í nótt AFP Miami Heat stefnir hraðbyri á að verða þriðja liðið í sögu lokaúrslita NBA-deildarinnar til að vinna meistaratitilinn eftir að lenda undir 2-0, því í nótt vann liðið auðveldan 98-74 sigur á heillum horfnu liði Dallas Mavericks í fjórða leik liðanna. Næsti leikur fer einnig fram í Miami á sunnudagskvöldið og einvígið, sem margir héldu að væri nánast búið, er skyndilega orðið æsispennandi á ný. Dallas vann fyrstu tvo leikina mjög sannfærandi á heimavelli sínum, en nú hefur Miami komið til baka og jafnað metin. Öfugt við þriðja leikinn, þar sem gestirnir misstu niður forystu sína í lokin og töpuðu, var Miami með tögl og haldir allan leikinn í nótt. Dwyane Wade fór enn og aftur á kostum í liði Miami í nótt og skoraði 36 stig. Shaquille O´Neal skoraði 17 stig og hirti 13 fráköst, James Posey skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst og Antoine Walker skoraði 14 stig. Jason Terry var eini leikmaðurinn sem spilaði á pari í liði Dallas og skoraði 17 stig, Dirk Nowitzki skoraði 16 stig og hirti 9 fráköst, en hitti aðeins úr 2 af 14 skotum sínum og var órafjarri sínu besta. Jerry Stackhouse skoraði 16 stig af varamannabekknum hjá Dallas, sem er skyndilega að verða komið í vond mál í einvíginu. Ef Miami nær að vinna einvígið, yrði það aðeins í þriðja sinn í sögunni sem lið nær að koma til baka og verða meistari eftir að lenda undir 2-0 í úrslitaeinvígi. Dallas setti vafasamt NBA met í nótt með því að skora aðeins 7 stig í 4. leikhlutanum, en það er það lægsta sem nokkurt lið hefur skorað í einum leikfjórðungi í lokaúrslitum. Næsti leikur fer fram í Miami á sunnudagskvöld, en svo fara þeir leikir sem eftir verða fram í Dallas. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með alla leiki í úrslitaeinvíginu í beinni útsendingu og nú styttist í að krýndir verði nýir NBA meistarar, því hvorugt þessara liða hefur komist svo mikið sem í úrslit áður. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Sjá meira
Miami Heat stefnir hraðbyri á að verða þriðja liðið í sögu lokaúrslita NBA-deildarinnar til að vinna meistaratitilinn eftir að lenda undir 2-0, því í nótt vann liðið auðveldan 98-74 sigur á heillum horfnu liði Dallas Mavericks í fjórða leik liðanna. Næsti leikur fer einnig fram í Miami á sunnudagskvöldið og einvígið, sem margir héldu að væri nánast búið, er skyndilega orðið æsispennandi á ný. Dallas vann fyrstu tvo leikina mjög sannfærandi á heimavelli sínum, en nú hefur Miami komið til baka og jafnað metin. Öfugt við þriðja leikinn, þar sem gestirnir misstu niður forystu sína í lokin og töpuðu, var Miami með tögl og haldir allan leikinn í nótt. Dwyane Wade fór enn og aftur á kostum í liði Miami í nótt og skoraði 36 stig. Shaquille O´Neal skoraði 17 stig og hirti 13 fráköst, James Posey skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst og Antoine Walker skoraði 14 stig. Jason Terry var eini leikmaðurinn sem spilaði á pari í liði Dallas og skoraði 17 stig, Dirk Nowitzki skoraði 16 stig og hirti 9 fráköst, en hitti aðeins úr 2 af 14 skotum sínum og var órafjarri sínu besta. Jerry Stackhouse skoraði 16 stig af varamannabekknum hjá Dallas, sem er skyndilega að verða komið í vond mál í einvíginu. Ef Miami nær að vinna einvígið, yrði það aðeins í þriðja sinn í sögunni sem lið nær að koma til baka og verða meistari eftir að lenda undir 2-0 í úrslitaeinvígi. Dallas setti vafasamt NBA met í nótt með því að skora aðeins 7 stig í 4. leikhlutanum, en það er það lægsta sem nokkurt lið hefur skorað í einum leikfjórðungi í lokaúrslitum. Næsti leikur fer fram í Miami á sunnudagskvöld, en svo fara þeir leikir sem eftir verða fram í Dallas. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með alla leiki í úrslitaeinvíginu í beinni útsendingu og nú styttist í að krýndir verði nýir NBA meistarar, því hvorugt þessara liða hefur komist svo mikið sem í úrslit áður.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Sjá meira