Sport

Englendinga skortir þolinmæði

Leo Beenhakker hefur ekki mikla trú á leikaðferð enska landsliðsins
Leo Beenhakker hefur ekki mikla trú á leikaðferð enska landsliðsins

Hinn reyndi þjálfari Leo Beenhakker hjá Trinidad og Tobago, segir að enska landsliðið verði að bæta sig verulega af það ætli sér að eiga vonarglætu um að komast langt á HM. Beenhakker var ekki hrifinn af spilamennsku liðsins gegn sínum mönnum í síðasta leik, þó enska liðinu hafi tekist að kreista út 2-0 sigur í lokin.

"Enska liðið er með frábæra miðjumenn og þið sáuð líka að þeir reyndu að spila fótbolta fyrstu mínúturnar. Þeir hinsvegar misstu þolinmæðina og fóru að beita löngum sendingum ótrúlega snemma í leiknum og það var einmitt það sem ég var að vonast eftir.

Það getur auðvitað verið kostur að senda langar sendingar fram á Peter Crouch, en það ætti ekki að vera eini kostur þess eins og fljótlega gegn okkur. Ef Englendingar beita endalausum háum sendingum gegn andstæðingum sínum, sleppa þeir því sjálfkrafa að beita sínum helsta styrk sem eru miðjumennirnir. Þetta dugir kannski gegn lakari þjóðum í mótinu, en þetta skilar þeim litlu þegar betri liðin eru annars vegar og Englendingar verða að vera þolinmóðari. Þetta eru mín ráð til enska landsliðsins og þau eru ókeypis," sagði Beenhakker.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×