Gana tryggði sér í dag sæti í 16-liða úrslitum HM með góðum 2-1 sigri á Bandaríkjamönnum í E-riðli. Sigurinn þýðir að Gana tekur annað sætið í riðlinum og mætir því væntanlega Brasilíu í 16-liða úrslitum keppninnar.
Haminu Dramani kom Gana yfir í leiknum, en Clint Dempsey jafnaði fyrir Bandaríkjamenn. Það var svo Stephen Appiah sem skoraði sigurmark Gana úr vítaspyrnu og tryggði þeim 2-1 sigur, en Bandaríkjamennirnir gáfust ekki upp og átti Brian McBride til að mynda stangarskot í leiknum.