Nú er kominn hálfleikur í lokaleikjunum tveimur í F-riðlinum á HM. Japanir ætla að selja sig dýrt og komust yfir gegn Brasilíumönnum á 34. mínútu með marki frá Keiji Tamada, en Ronaldo jafnaði metin í uppbótartíma. Staðan í leik Króata og Ástrala er sömuleiðis jöfn 1-1. Dario Srna kom Króötum yfir strax á 2. mínútu með glæsilegu marki úr aukaspyrnu, en varnarmaðurinn Craig Moore jafnaði fyrir Ástrala úr víti í uppbótartíma.
