Brasilíski framherjinn Ronaldo varð í kvöld markahæsti leikmaður í sögu HM ásamt Þjóðverjanum Gerd Muller, þegar hann skoraði sitt 14. mark í keppninni á ferlinum. Ronaldo hafði verið gagnrýndur harðlega fyrir leikinn, en sýndi enn og aftur hvers hann er megnugur í kvöld þegar hann skoraði tvívegis í 4-1 sigri Brassa á Japan.
"Ég er mjög ánægður með að hafa náð að bæta mig tæknilega og líkamlega eftir því sem á keppnina hefur liðið, en það er þolinmæðin sem er lykilatriðið. Ég hef náð að vera þolinmóður og rólegur þó á móti blási og það skiptir mestu máli," sagði Ronaldo.