Þrír menn voru í gærkvöldi úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn á skotárás, sem gerð var á raðhús í Vallahverfi í Hafnarfirði á miðvikudagsmorgun. Tvívegis var skotið á húsið, líklega úr haglabyssu og brotnuðu tvær rúður. Húsráðandi, sem var einn heima, slapp ómeiddur og forðaði sér í skyndi. Alls voru átta menn handteknir vegna rannsóknarinnar en fimm var sleppt í gærkvöldi. Íbúar í grenndinni eru áhyggjufullir vegna málsins, enda fjöldi barna í hverfinu, og telja þetta tengjast átökum í fíkniefnaheiminum, en lögregla tjáir sig ekki um það
Þrír í gæsluvarðhald
