Leikur Argentínumanna og Mexíkóa í 16-liða úrslitum HM er farinn í framlengingu eftir að staðan var jöfn 1-1 að loknum venjulegum leiktíma. Heldur dofnaði yfir leiknum í síðari hálfleik, en Mexíkóarnir ætla greinilega að selja sig dýrt. Þeir Pablo Aimar, Lionel Messi og Carlos Tevez eru allir komnir inn í lið Argentínu, sem vill eflaust reyna að blása til sóknar og forðast vítakeppni.
