David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins, viðurkenndi að frammistaða liðsins í dag hefði ekki verið sérlega sannfærandi, en þótti ágætt að ná að þagga aðeins niður í gagnrýnendum sínum með því að skora sigurmarkið.
"Þessi leikur var ekkert fyrir augað, en við gerðum það sem við ætluðum okkur. Það var fínt fyrir mig að þagga aðeins niður í gagnrýnisröddunum með því að ná að skora," sagði Beckham, sem var síðar tekinn af leikvelli enda ekki við bestu heilsu í dag.
"Ég var slappur fyrir leikinn, en leið ágætlega í fyrri hálfleik. Svo fór ég að finna meira fyrir veikindunum í þeim síðari og varð því að fara útaf," sagði Beckham, sem kúgaðist á hliðarlínunni.