Snillingurinn Ronaldo var ekki lengi að setja mark sitt á leik Brasilíu og Gana, en hann er búinn að koma Brössum yfir eftir aðeins 4 mínútur og er orðinn markahæsti leikmaður sögunnar á HM með 15 mörk. Ronaldo fékk laglega sendingu inn fyrir vörnina og lék á markvörðinn með því að taka "skærin" góðu og renna boltanum í tómt markið. Glæsileg tilþrif.
Ronaldo skorar eftir 4 mínútur

Mest lesið





Sumardeildin hófst á stórsigri
Fótbolti




Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu
Íslenski boltinn
