Íhuga uppsagnir vegna seinagangs í kjaraviðræðum 27. júní 2006 23:37 Háskólamenntaðir starfsmenn hjá svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra íhuga nú uppsagnir þar sem ekkert hefur þokast í kjaraviðræðum þeirra við ríkið. Þeir vilja sambærileg kjör og fólk í sambærilegum störfum hjá borginni og ætla að afhenda yfirvöldum áskorun vegna deilunnar nú klukkan níu. Í hópnum sem um ræðir eru þroskaþjálfar, iðjuþjálfar og félagsráðgjafar ásamt öðrum háskólamenntuðum starfsmönnum svæðisskrifstofanna víða um land. Þeir eru þreyttir á bið stofnanasamningi sem gera átti eftir kjarasamninga í fyrra en viðræður sem staðið hafa frá því í febrúar hafa engu skilað. Ásta Knútsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi hjá svæðisskristofunni í Reykjavík, segir að þreytan sé mest vegna þess að ríkið hafi þegar samið við ófaglærða hjá svæðisskrifstofunum. Þeir hafi sem betur fer fengið viðunandi launahækkanir og það hafi verið kominn tími til. Nú sé bilið milli faglærðra og ófaglærðra hins vegar orðið lítið og í sumum tilfellum muni aðeins 5000 krónum á launum. Tveir samningafundir milli Bandalags háskólamanna og ríkisins hafa verið haldnir síðustu fimm vikur og að sögn Ástu ber töluvert í milli. Ekki sé verið að gera meiri kröfur en aðrir hafi samið um hjá borginni. Ásta segist ekki geta nefnt nákvæmar tölur og prósentur í þessu sambandi en það sem sé á samningaborðinu sé á bilinu 25-30 þúsund krónum lægra en borgin sé búin að semja við sitt háskólamenntaða fólk um. Hjá sumum starfsmannanna er þolinmæðin að verða á þrotum. Ásta segir að hún viti af mörgum sem íhugi uppsögn og þá hafi sumir þegar tilkynnt yfirmönnum sínum að þeir hyggist segja upp um næstu mánaðamót verði ekki samið fyrir þann tíma. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Háskólamenntaðir starfsmenn hjá svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra íhuga nú uppsagnir þar sem ekkert hefur þokast í kjaraviðræðum þeirra við ríkið. Þeir vilja sambærileg kjör og fólk í sambærilegum störfum hjá borginni og ætla að afhenda yfirvöldum áskorun vegna deilunnar nú klukkan níu. Í hópnum sem um ræðir eru þroskaþjálfar, iðjuþjálfar og félagsráðgjafar ásamt öðrum háskólamenntuðum starfsmönnum svæðisskrifstofanna víða um land. Þeir eru þreyttir á bið stofnanasamningi sem gera átti eftir kjarasamninga í fyrra en viðræður sem staðið hafa frá því í febrúar hafa engu skilað. Ásta Knútsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi hjá svæðisskristofunni í Reykjavík, segir að þreytan sé mest vegna þess að ríkið hafi þegar samið við ófaglærða hjá svæðisskrifstofunum. Þeir hafi sem betur fer fengið viðunandi launahækkanir og það hafi verið kominn tími til. Nú sé bilið milli faglærðra og ófaglærðra hins vegar orðið lítið og í sumum tilfellum muni aðeins 5000 krónum á launum. Tveir samningafundir milli Bandalags háskólamanna og ríkisins hafa verið haldnir síðustu fimm vikur og að sögn Ástu ber töluvert í milli. Ekki sé verið að gera meiri kröfur en aðrir hafi samið um hjá borginni. Ásta segist ekki geta nefnt nákvæmar tölur og prósentur í þessu sambandi en það sem sé á samningaborðinu sé á bilinu 25-30 þúsund krónum lægra en borgin sé búin að semja við sitt háskólamenntaða fólk um. Hjá sumum starfsmannanna er þolinmæðin að verða á þrotum. Ásta segir að hún viti af mörgum sem íhugi uppsögn og þá hafi sumir þegar tilkynnt yfirmönnum sínum að þeir hyggist segja upp um næstu mánaðamót verði ekki samið fyrir þann tíma.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira