Viðskipti innlent

Íbúðalánasjóður hækkar vexti

Íbúðalánasjóður.
Íbúðalánasjóður.
Íbúðalánasjóður hefur í kjölfarið útboðs á íbúðabréfum ákveðið að hækka útlánsvexti íbúðalána sjóðsins um 0,10 prósentustig og verða þeir 4,95 prósent. Lán með sérstöku uppgreiðsluálagi verða með 0,25 punkta lægri vöxtum eða 4,70 prósent.

Í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði til Kauphallar Íslands segir að vaxtaákvörðun Íbúðalánasjóðs byggi á ávöxtunarkröfu í útboði íbúðabréfa sem haldið var 29. júní, ásamt vegnum fjármagnskostnaði uppgreiðslna ÍLS-veðbréfa. Vegnir vextir í útboði íbúðabréfa og uppgreiddra ÍLS-veðbréfa er 4,24 prósent.

Þá segir ennfremur að stjórn Íbúðalánasjóðs hafi lagt það til við félagsmálaráðherra að hækka vaxtaálag sjóðsins um 0,10 prósentustig og hafi hann fallist á þá tillögu. Við breytingarnar verður vaxtaálag vegna rekstrar, 0,25 prósent, varasjóðs, 0,20 prósent, og uppgreiðsluáhættu, 0,25 prósent. Samtals er það 0,70 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×