Markvörðurinn Gianluca Buffon hjá Ítölum sagði að hann hafði fyrir fram ekki reiknað með því að liðið mundi fara alla leið í úrslitaleikinn á HM.
Hann taldi liðið ekki vera nógu gott til þess.
"Þegar þessi hópur kom saman í maí átti ég ekki von á því að við mundum fara alla leið í úrslitaleikinn. Við höfðum ekki staðið okkur vel í síðustu stórmótum 2002 og 2004. Ég er alveg viss um að fáir hefðu veðjað á okkur í úrslitaleikinn þegar þetta mót byrjaði. Alveg sama hversu mikið vit hann hefur á fótbolta," sagði Buffon.