Þjóðverjar hafa náð 2-0 forystu gegn Portúgölum í leiknum um þriðja sætið á HM sem fram fer í Stuttgart. Það var miðjumaðurinn Bastian Schweinsteiger sem var allt í öllu í mörkum Þjóðverja, en hann skoraði fyrra markið með flöktandi þrumufleyg utan teigs á 56. mínútu. Síðara markið kom einnig eftir þrumuskot frá Schweinsteiger aðeins um fimm mínútum síðar, en þá hrökk skot hans af varnarmanninum Armando Petit og í netið.
Þjóðverjar komnir í 2-0

Mest lesið


Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti




Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi
Íslenski boltinn


Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn
Handbolti


Fleiri fréttir
