Umboðsmaður ítalska varnarmannsins Marco Materazzi gefur lítið fyrir ásakanir sem bornar hafa verið upp á skjólstæðing hans um að hann hafi ögrað Zidane til að skalla sig með ljótu orðbragði í úrslitaleik HM í gærkvöldi. Umboðsmaðurinn segir að Materazzi sé drengur góður.
"Ég talaði við Marco eftir leikinn í gær og hann var í skýjunum og minntist ekkert á þetta atvik. Ég hef þekkt hann lengi og veit að hann er góður strákur sem gerir ekki svona hluti," sagði umboðsmaðurinn.