Innlent

Samið um kjör starfsmanna svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra

Skrifað var undir nýan samning um kjör starfsfólks svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra upp úr klukkan níu í morgun í Rúgbrauðsgerðinni.

Salóme Þórisdóttir, formaður Þroskaþjálfafélags Íslands, segist ágætlega sátt við frágang mála og að um umtalsverða hækkun sé að ræða en að launin mættu enn vera hærri. Eins segir hún samninginn hljóða uppá nýja hugsun í launasettningu og hvernig rekstur á starfsmannahaldi hjá stofnun ríkisins verður hugsanlega í framtíðinni

Með tilliti til samskonar starfa hjá Sveitafélögunum segir Salóme að sumir muni hljóta launahækkanir sem séu ívið hærri en laun kollega þeirra hjá sveitarfélögunum en aðrir muni áfram vera á lægri launum, það eru þá helst eldri starfsmenn þar sem að viss eðlismunur sé á þessum tveimur samningum um þætti sem tengjast lífaldri

Ásta Knútsen, forstöðu þroskaþjálfi, sem var í forsvari aðgerðarnefndar segir að starfsmenn sem sagt hafi upp störfum, munu fara yfir samninginn og eftir það vega og meta hvort þeir taki afsögn sína til baka eða haldi sínu striki. Hún segir einnig að núna sé einn lotu baráttunnar lokið en langt sé í land þar til þessi störfi hljóti almennilega viðurkenningu.störfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×