
Sport
Farinn sem lánsmaður til Marseille

Franski framherjinn Djibril Cisse er farinn til liðs Marseille í heimalandi sínu sem lánsmaður frá enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool, þetta staðfesti franska liðið í dag. Cisse er fótbrotinn og getur ekkert leikið á næstunni, en hann ræður sér ekki yfir fögnuði yfir að vera loks kominn til Frakklands á ný. Samningurinn býður upp á að franska liðið kaupi Cisse að lánstímanum loknum.