Inter kaupir þrjá leikmenn

Stórlið Inter Milan á Ítalíu hefur fest kaup á þremur nýjum leikmönnum. Sá þekktasti er líklega franski miðjumaðurinn Oliver Dacourt sem leikið hefur með Roma undanfarin ár og var fastamaður í franska landsliðinu í mörg ár. Þá hefur liðið fengið til sín Brasilíumennina Maicon Douglas Sisenando frá Mónakó og Maxwell Scherrer Cabelino Andrade frá Empoli, en þeir eru báðir 24 ára gamlir.