Amfetamín í hvítvínsflöskum 12. júlí 2006 18:06 Litháarnir tveir, Arvydas Maciulskis og Saulius Prusinskas, sitja báðir í gæsluvarðhaldi á Litla Hrauni. Þeir voru handteknir í febrúar eftir að tollverðir á Keflavíkurflugvelli fundu tvær hvítvínsflöskur í handfarangri Saulius. Flöskurnar voru frá sitthvorri álfunni en með eins korktappa og innsiglaðar með vaxi. Við frekari rannsókn kom í ljós að þær innihéldu báðar amfetamínbasa. Stuttu eftir handtöku Sauliusar beindist grunur að Arvydasi sem talinn er hafa skipulagt fleiri smyglferðir burðardýra til landsins. Hann var handtekinn og við húsleit á heimili hans fannst etanól í vínskáp og uppskrift til að breyta vökvanum í amfetamín í föstu formi. Arvydas sagðist hafa fengið uppskriftina á netinu. Sérfræðingur lögreglunnar sagði í Héraðsdómi í dag að þeir sem væru vanir að baka eftir uppskrift ættu í litlum vandkvæðum með að breyta amfetamínvökvanum í fast form. Hægt væri að notast við venjuleg eldhúsáhöld með góðum árangri. Lögreglumaðurinn sem fór með rannsókn málsins bar vitni fyrir dómnum. Hann sagði Arvydas hafa lýst sig saklausan frá upphafi og fundist sjálfsagt að ljúga að lögreglunni. Hann hafi til dæmis sagst hafa hitt júgóslava að nafninu Ratkó í gufunni í Laugum sem hafi beðið hann að taka á móti amfeatmínvökvanum gegn greiðslu. Lögreglan fékk aðgang að gögnum úr augnskannanum í World Class og komst að því að Arvydas fór aldrei í ræktina á umræddum tíma. Símanúmer Arvydasar kom mikið við sögu. Hringt var 13 sinnum úr númerinu í Saulius eftir að hann var handtekinn við komuna til landsins. Á sama tíma voru send sms úr númerinu til aðila í Litháen. Arvydas sagðist hafa átt í tímafrekum timburviðskiptum við vin sinn þar en vildi ekki útskýra þau viðskipti nánar. Áberandi munur var á fasi litháanna tveggja í Héraðsdómi í gær. Meðan Arvydas glotti út í annað bar Saulius sig aumlega. Sagðist hafa þjáðst af langvarandi svefnleysi eftir að lögreglan hótaði honum 22 ára fangelsi ef hann játaði ekki. Hann ætti fárveika móður í Litháen sem þarfnaðist hjálpar hans. Sveinn Andri Sveinsson gagnrýndi lögregluna fyrir að fylgja ekki eftir rannsókninni til Litháen. Lögreglan svaraði því til að þar væri harðsvíruð mafía að störfum og menn gengju undir gælunöfnum sem erfitt væri að rekja. Til dæmis sagði Saulíus að maðurinn sem afhenti honum dópflöskurnar í Litháen hefði aldrei kallað sig annað en Nesimon sem á ensku gæti þýtt nobody og á íslensku -- enginn. Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Litháarnir tveir, Arvydas Maciulskis og Saulius Prusinskas, sitja báðir í gæsluvarðhaldi á Litla Hrauni. Þeir voru handteknir í febrúar eftir að tollverðir á Keflavíkurflugvelli fundu tvær hvítvínsflöskur í handfarangri Saulius. Flöskurnar voru frá sitthvorri álfunni en með eins korktappa og innsiglaðar með vaxi. Við frekari rannsókn kom í ljós að þær innihéldu báðar amfetamínbasa. Stuttu eftir handtöku Sauliusar beindist grunur að Arvydasi sem talinn er hafa skipulagt fleiri smyglferðir burðardýra til landsins. Hann var handtekinn og við húsleit á heimili hans fannst etanól í vínskáp og uppskrift til að breyta vökvanum í amfetamín í föstu formi. Arvydas sagðist hafa fengið uppskriftina á netinu. Sérfræðingur lögreglunnar sagði í Héraðsdómi í dag að þeir sem væru vanir að baka eftir uppskrift ættu í litlum vandkvæðum með að breyta amfetamínvökvanum í fast form. Hægt væri að notast við venjuleg eldhúsáhöld með góðum árangri. Lögreglumaðurinn sem fór með rannsókn málsins bar vitni fyrir dómnum. Hann sagði Arvydas hafa lýst sig saklausan frá upphafi og fundist sjálfsagt að ljúga að lögreglunni. Hann hafi til dæmis sagst hafa hitt júgóslava að nafninu Ratkó í gufunni í Laugum sem hafi beðið hann að taka á móti amfeatmínvökvanum gegn greiðslu. Lögreglan fékk aðgang að gögnum úr augnskannanum í World Class og komst að því að Arvydas fór aldrei í ræktina á umræddum tíma. Símanúmer Arvydasar kom mikið við sögu. Hringt var 13 sinnum úr númerinu í Saulius eftir að hann var handtekinn við komuna til landsins. Á sama tíma voru send sms úr númerinu til aðila í Litháen. Arvydas sagðist hafa átt í tímafrekum timburviðskiptum við vin sinn þar en vildi ekki útskýra þau viðskipti nánar. Áberandi munur var á fasi litháanna tveggja í Héraðsdómi í gær. Meðan Arvydas glotti út í annað bar Saulius sig aumlega. Sagðist hafa þjáðst af langvarandi svefnleysi eftir að lögreglan hótaði honum 22 ára fangelsi ef hann játaði ekki. Hann ætti fárveika móður í Litháen sem þarfnaðist hjálpar hans. Sveinn Andri Sveinsson gagnrýndi lögregluna fyrir að fylgja ekki eftir rannsókninni til Litháen. Lögreglan svaraði því til að þar væri harðsvíruð mafía að störfum og menn gengju undir gælunöfnum sem erfitt væri að rekja. Til dæmis sagði Saulíus að maðurinn sem afhenti honum dópflöskurnar í Litháen hefði aldrei kallað sig annað en Nesimon sem á ensku gæti þýtt nobody og á íslensku -- enginn.
Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent