Þrír enn óvinnufærir eftir klórgasslysið 14. júlí 2006 12:30 Á vettvangi slyssins í lok júní. MYND/Helgi G. Þrír eru enn óvinnufærir eftir klórgasslysið í sundlauginni á Eskifirði á dögunum. Rafmagnskerfi laugarinnar, sem er glæný, virkar ekki sem skyldi eftir slysið og gæti því þurft að skipta algjörlega um. Slysið átti sér stað í lok júní þegar starfsmaður Olís hellti óvart ediksýru í tank sundlaugarinnar á Eskifirði þar sem fyrir var klórlausn. Við það myndaðist hið hættulega klórgas sem olli því að um þrjátíu manns var komið undir læknishendur. Læknir á heilsugæslustöðinni á Eskifirði sagði í samtali við NFS í morgun að af þeim væru þrír ennþá óvinnufærir vegna öndunarerfiðleika, en virtust þó vera á hægum batavegi. Þá er ástand sundlaugarinnar, sem tekin var í notkun í maí síðastliðnum, ekki gott. Rafmagnskerfinu í henni hefur verið að slá út sem að sögn sérfræðinga stafar af því að klórgasið fer inn í koparvíra og étur þá upp í flestum tilvikum. Fólki í lauginni stafi þó ekki hætta af. Ragnar Atli Guðmundsson, framkvæmdastjóri eignarhaldsfélagsins Fasteignar sem á sundlaugina, segir vinnuhóp, vera að gera úttekt á ástandi hennar. Ekki sé enn unnt að meta tjónið en Ragnar segir að rafmagnskerfið í heild kosti 18 milljónir króna, og hugsanlegt sé að það þurfi að skipta því öllu út. Aðspurður segir hann ekki liggja fyrir hver sé skaðabótaskyldur í málinu en það muni koma í ljós þegar vinnuhópurinn lýkur vinnu sínu. Fréttir Innlent Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þrír eru enn óvinnufærir eftir klórgasslysið í sundlauginni á Eskifirði á dögunum. Rafmagnskerfi laugarinnar, sem er glæný, virkar ekki sem skyldi eftir slysið og gæti því þurft að skipta algjörlega um. Slysið átti sér stað í lok júní þegar starfsmaður Olís hellti óvart ediksýru í tank sundlaugarinnar á Eskifirði þar sem fyrir var klórlausn. Við það myndaðist hið hættulega klórgas sem olli því að um þrjátíu manns var komið undir læknishendur. Læknir á heilsugæslustöðinni á Eskifirði sagði í samtali við NFS í morgun að af þeim væru þrír ennþá óvinnufærir vegna öndunarerfiðleika, en virtust þó vera á hægum batavegi. Þá er ástand sundlaugarinnar, sem tekin var í notkun í maí síðastliðnum, ekki gott. Rafmagnskerfinu í henni hefur verið að slá út sem að sögn sérfræðinga stafar af því að klórgasið fer inn í koparvíra og étur þá upp í flestum tilvikum. Fólki í lauginni stafi þó ekki hætta af. Ragnar Atli Guðmundsson, framkvæmdastjóri eignarhaldsfélagsins Fasteignar sem á sundlaugina, segir vinnuhóp, vera að gera úttekt á ástandi hennar. Ekki sé enn unnt að meta tjónið en Ragnar segir að rafmagnskerfið í heild kosti 18 milljónir króna, og hugsanlegt sé að það þurfi að skipta því öllu út. Aðspurður segir hann ekki liggja fyrir hver sé skaðabótaskyldur í málinu en það muni koma í ljós þegar vinnuhópurinn lýkur vinnu sínu.
Fréttir Innlent Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira