Olíuverð hækkar 14. júlí 2006 20:07 Heimsmarkaðsverð á olíu rauk upp í morgun vegna óróans fyrir botni Miðjarðarhafs. Allt útlit er fyrir að bensínverð hækki enn á ný hér á landi strax eftir helgi. Tunnan af hráolíu kostaði rétt röska sjötíu og átta dollara í Bandaríkjunum í dag og nálgast óðfluga hámarkið frá 1979, eftir byltinguna í Íran, þegar verðið á tunnu fór yfir níutíu dollara. Það er kannski ekki skrýtið með tilliti til þess að allt virðist leggjast á eitt um að hækka olíuverð. Kjarnorkudeila Írana hefur ýtt verðinu upp undanfarið, en nú bætist minni framleiðsla í Nígeríu og svo atburðirnir í Ísrael og Líbanon, sem virðast hafa mest að segja um þessa skyndilegu hækkun í gær og í dag. Starfsmenn áhættustýringardeilda stóru Olíufélaganna þriggja staðfestu við fréttastofu í dag að ef hækkunin myndi haldast væri alveg ljóst að hækka þyrfti bensínverðið hér enn frekar. Magnús Ásgeirsson hjá Essó segir þetta afar slæm og óvænt tíðindi, því að áður en allt hafi farið af stað fyrir botni Miðjarðarhafs, hafi allt útlit verið fyrir að verðið myndi lækka á næstunni. Ekki liggur fyrir hve mikil hækkunin verður hér á landi, en miðað við hækkanir undanfarið mun lítrinn líklega hækka um nokkrar krónur og það gæti orðið strax núna um helgina. Fréttir Innlent Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á olíu rauk upp í morgun vegna óróans fyrir botni Miðjarðarhafs. Allt útlit er fyrir að bensínverð hækki enn á ný hér á landi strax eftir helgi. Tunnan af hráolíu kostaði rétt röska sjötíu og átta dollara í Bandaríkjunum í dag og nálgast óðfluga hámarkið frá 1979, eftir byltinguna í Íran, þegar verðið á tunnu fór yfir níutíu dollara. Það er kannski ekki skrýtið með tilliti til þess að allt virðist leggjast á eitt um að hækka olíuverð. Kjarnorkudeila Írana hefur ýtt verðinu upp undanfarið, en nú bætist minni framleiðsla í Nígeríu og svo atburðirnir í Ísrael og Líbanon, sem virðast hafa mest að segja um þessa skyndilegu hækkun í gær og í dag. Starfsmenn áhættustýringardeilda stóru Olíufélaganna þriggja staðfestu við fréttastofu í dag að ef hækkunin myndi haldast væri alveg ljóst að hækka þyrfti bensínverðið hér enn frekar. Magnús Ásgeirsson hjá Essó segir þetta afar slæm og óvænt tíðindi, því að áður en allt hafi farið af stað fyrir botni Miðjarðarhafs, hafi allt útlit verið fyrir að verðið myndi lækka á næstunni. Ekki liggur fyrir hve mikil hækkunin verður hér á landi, en miðað við hækkanir undanfarið mun lítrinn líklega hækka um nokkrar krónur og það gæti orðið strax núna um helgina.
Fréttir Innlent Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Sjá meira