Rýmka á lög um stofnfrumurannsóknir 21. júlí 2006 19:00 Stofnfrumurannsóknir hafa verið stundaðar hér á landi í rúman áratug en lög sem gilda um þær koma í veg fyrir að íslenskir fósturvísar séu notaðir í slíkar rannsóknir. Það kann þó að breytast næsta vetur ef Alþingi samþykkir lagafrumvarp sem nú er í undirbúningi. Blóðbankinn, Krabbameinsfélag Íslands og læknadeild Háskóla Íslands eru meðal þeirra sem hafa stundað rannsóknir á stofnfrumum hérlendis. Mest megnis er notast við fullorðinsstofnvísa en einnig fósturvísa. Stofnfrumurannsóknir takmarkast þó af lögum um tæknifrjóvganir sem banna að íslenskir fósturvísar séu notaðir til rannsókna. "Það er í rauninni ekki bannað að rannsaka stofnfrumur," segir Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu sem stýrði störfum nefndar sem samdi drög að lagafrumvarpi um stofnfrumurannsóknir. "Vandinn er sá að þær fást bara eftir ákveðnum leiðum og það er það sem verið er að reyna að rýmka um með breyttri löggjöf." Eins og staðan er í dag eru stofnfrumurannsóknir leyfilegar hérlendis. Ræktun fósturvísa og notkun umframfósturvísa er bönnuð en heimilt að flytja fósturvísa inn erlendis frá og nota þá við rannsóknir. Ný lagasetning er í undirbúningi. Heimilt verður að nota umframfósturvísa frá tæknifrjóvgunum en gera má ráð fyrir að 100 til 200 umframfósturvísum sé eytt á ári hverju. Ræktun fósturvísa til rannsókna verður enn óheimil en einrækta má fósturvísa í undantekingatilfellum ef þeir geta nýst til lækninga eða til að auka þekkingu. Blátt bann verður þó lagt við að slíkum fósturvísum sé komið fyrir í legi kvenna. Rannsóknadeild Blóðbankans hefur unnið með blóðmyndandi stofnfrumur sem má nota til að hjálpa fólki sem á við alvarleg veikindi að stríða. Ólafur E. Sigurjónsson, forstöðumaður rannsókna og nýsköpunar hjá Blóðbankanum, varar fólk þó við að búast við of miklu af stofnfrumurannsóknum of snemma. "Ég held að stofnfrumurannsóknir komi í framtíðinni til með að hafa mikið vægi fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi en eins og er er þetta náttúrulega bara þekkingarleit," segir Ólafur. "Við erum að reyna að skilja það sem ákveðnar frumur gera, hvernig þær starfa, hvernig þær virka. Ég held það sé mikilvægt að fólk átti sig á því að orðið stofnfruma er ekki gullið tækifæri til að lækna og leysa öll heilbrigðisvandamál." George W. Bush Bandaríkjaforseti beitti í vikunni neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að opinberu fé yrði veitt í stofnfrumurannsóknir. Forsetinn sagði að með notkun fósturvísa væri saklausum mannslífum fórnað og að slíku tæki hann ekki þátt í. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var gestur Lóu Aldísardóttur og Hallgríms Thorsteinssonar í Fréttavaktinni á NFS í dag. Hann sagði markmiðið með stofnfrumurannsóknum að koma í veg fyrir mannlegar þjáningar og gaf lítið fyrir rök Bandaríkjaforseta. "Þetta er sami forsetinn og hikar aldrei við að gefa tilskipanir um að henda sprengjum á þéttbýliskjarna þar sem býr saklaust fólk, og svo framvegis." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Stofnfrumurannsóknir hafa verið stundaðar hér á landi í rúman áratug en lög sem gilda um þær koma í veg fyrir að íslenskir fósturvísar séu notaðir í slíkar rannsóknir. Það kann þó að breytast næsta vetur ef Alþingi samþykkir lagafrumvarp sem nú er í undirbúningi. Blóðbankinn, Krabbameinsfélag Íslands og læknadeild Háskóla Íslands eru meðal þeirra sem hafa stundað rannsóknir á stofnfrumum hérlendis. Mest megnis er notast við fullorðinsstofnvísa en einnig fósturvísa. Stofnfrumurannsóknir takmarkast þó af lögum um tæknifrjóvganir sem banna að íslenskir fósturvísar séu notaðir til rannsókna. "Það er í rauninni ekki bannað að rannsaka stofnfrumur," segir Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu sem stýrði störfum nefndar sem samdi drög að lagafrumvarpi um stofnfrumurannsóknir. "Vandinn er sá að þær fást bara eftir ákveðnum leiðum og það er það sem verið er að reyna að rýmka um með breyttri löggjöf." Eins og staðan er í dag eru stofnfrumurannsóknir leyfilegar hérlendis. Ræktun fósturvísa og notkun umframfósturvísa er bönnuð en heimilt að flytja fósturvísa inn erlendis frá og nota þá við rannsóknir. Ný lagasetning er í undirbúningi. Heimilt verður að nota umframfósturvísa frá tæknifrjóvgunum en gera má ráð fyrir að 100 til 200 umframfósturvísum sé eytt á ári hverju. Ræktun fósturvísa til rannsókna verður enn óheimil en einrækta má fósturvísa í undantekingatilfellum ef þeir geta nýst til lækninga eða til að auka þekkingu. Blátt bann verður þó lagt við að slíkum fósturvísum sé komið fyrir í legi kvenna. Rannsóknadeild Blóðbankans hefur unnið með blóðmyndandi stofnfrumur sem má nota til að hjálpa fólki sem á við alvarleg veikindi að stríða. Ólafur E. Sigurjónsson, forstöðumaður rannsókna og nýsköpunar hjá Blóðbankanum, varar fólk þó við að búast við of miklu af stofnfrumurannsóknum of snemma. "Ég held að stofnfrumurannsóknir komi í framtíðinni til með að hafa mikið vægi fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi en eins og er er þetta náttúrulega bara þekkingarleit," segir Ólafur. "Við erum að reyna að skilja það sem ákveðnar frumur gera, hvernig þær starfa, hvernig þær virka. Ég held það sé mikilvægt að fólk átti sig á því að orðið stofnfruma er ekki gullið tækifæri til að lækna og leysa öll heilbrigðisvandamál." George W. Bush Bandaríkjaforseti beitti í vikunni neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að opinberu fé yrði veitt í stofnfrumurannsóknir. Forsetinn sagði að með notkun fósturvísa væri saklausum mannslífum fórnað og að slíku tæki hann ekki þátt í. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var gestur Lóu Aldísardóttur og Hallgríms Thorsteinssonar í Fréttavaktinni á NFS í dag. Hann sagði markmiðið með stofnfrumurannsóknum að koma í veg fyrir mannlegar þjáningar og gaf lítið fyrir rök Bandaríkjaforseta. "Þetta er sami forsetinn og hikar aldrei við að gefa tilskipanir um að henda sprengjum á þéttbýliskjarna þar sem býr saklaust fólk, og svo framvegis."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira