Kvenkyns dýrahirðir við fílaverndarsvæði í Tennessee í Bandaríkjunum lést þegar tæplega fjögurra tonna fíll gekk berserksgang og stappaði á honum. Félagi konunnar fékk einnig að kenna á fótum fílsins og slasaðist alvarlega. Fíllinn, sem heitir Winkie, er af indverskri tegund og er rúmlega þrítugur. Slíkir fílar eru að öllu jöfnu geðgóðir og því undrast menn ofstopann sem greip Winkie. Ekki liggur fyrir hvort hún verði felld vegna árásarinnar. Winkie var áður til sýnis í dýragarði en hún kom á verndarsvæðið við stofnun þess árið 1995.
Kona lést þegar fíll stappaði á henni
