Rice fundar með ráðamönnum Ísraels í dag 24. júlí 2006 12:00 Mynd/AP Ísraelsher telur sig þurfa minnst viku í viðbót til að ljúka sókn sinni gegn skæruliðum Hizbollah áður en komist verði að samkomulagi til að binda enda á átök í Líbanon. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hélt til átakasvæðisins í dag til fundar með ráðamönnum í Ísrael. Rice var flutt til Beirút með þyrlu frá Kýpur og var öryggisgæsla mikil. Áætlað er að hún eigi fund með leiðtogum Líbanon, þar á meðal Fouad Siniora, forsætisráðherra. Á leið sinni til Líbanon sagði Rice mikilvægt að semja um vopnahlé en það yrði að gera þegar aðstæður væru réttar eins og hún orðaði það. Hún sagði mikilvægt að tryggja að samtök á borð við Hizbollah hefðu ekki aðstöðu eða landsvæði í Líbanon þaðan sem hægt væri að gera flugskeytaárásir. Rice heldur síðar til Ísraels þar sem hún fund með Ehud Olmert, forsætisráðherra. Til harðar átaka kom í Suður-Líbanon í dag og hafa Ísraelar haldi loftárásum áfram. Hizbollah-liðar hafa heldur ekki hætt flugskeytaárásum. Að minnsta kosti þrjú hundruð sjötíu og tveir Líbanar hafa fallið í átökum þeim sem nú hafa staðið í þrettán daga, flestir fallinna óbreyttir borgarar. Þrjátíu og sjö Ísraelsmenn hafa fallið á sama tíma, um það bil helmingur þeirra óbreyttir borgarar. Ísrelsher telur sig þurfa um það bil viku til að ljúka aðgerðum sínum gegn skæruliðum Hizbollah áður en hægt verði að semja um vopnahlé á alþjóðavettvangi. Reuters-fréttastofan hefur þetta eftir heimildarmönnum innan ísraelskra öryggissveita og vestrænum sendifulltrúum. Ísraelsk herþyrla hrapaði í norðurhluta Ísrael í morgun. Tveir eru sagðir hafa annað hvort særst eða farist með henni. Ísraelska útvarpið segir þyrluna hafa flæst í raflínu á leið sinni til Líbanon. Liðsmenn Hizbolla segjast hins vegar hafa skotið hana niður. Stuðningur við aðgerðir Ísraelsmanna í Líbanon og á Gaza-svæðinu virðist töluverður í Bandaríkjunum en mörg þúsund manns komu saman í Los Angeles og San Fransico í gær til að styðja við Ísraela. Arnold Schwarzenegger, kvikmyndaleikari og ríkisstjóri í Kaliforníu, var meðal þeirra þúsunda sem komu saman á götum Los Angeles. Hann sagði Ísraelsmenn hafa rétt til að verja hendur sínar og sagðist biðja fyrir frið í Líbanon. Ekki kom til átaka í Los Angeles þó fámennur hópur andstæðinga Ísraela hafi einnig komið saman í nágrenni við Schwarzenegger og félaga. Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Ísraelsher telur sig þurfa minnst viku í viðbót til að ljúka sókn sinni gegn skæruliðum Hizbollah áður en komist verði að samkomulagi til að binda enda á átök í Líbanon. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hélt til átakasvæðisins í dag til fundar með ráðamönnum í Ísrael. Rice var flutt til Beirút með þyrlu frá Kýpur og var öryggisgæsla mikil. Áætlað er að hún eigi fund með leiðtogum Líbanon, þar á meðal Fouad Siniora, forsætisráðherra. Á leið sinni til Líbanon sagði Rice mikilvægt að semja um vopnahlé en það yrði að gera þegar aðstæður væru réttar eins og hún orðaði það. Hún sagði mikilvægt að tryggja að samtök á borð við Hizbollah hefðu ekki aðstöðu eða landsvæði í Líbanon þaðan sem hægt væri að gera flugskeytaárásir. Rice heldur síðar til Ísraels þar sem hún fund með Ehud Olmert, forsætisráðherra. Til harðar átaka kom í Suður-Líbanon í dag og hafa Ísraelar haldi loftárásum áfram. Hizbollah-liðar hafa heldur ekki hætt flugskeytaárásum. Að minnsta kosti þrjú hundruð sjötíu og tveir Líbanar hafa fallið í átökum þeim sem nú hafa staðið í þrettán daga, flestir fallinna óbreyttir borgarar. Þrjátíu og sjö Ísraelsmenn hafa fallið á sama tíma, um það bil helmingur þeirra óbreyttir borgarar. Ísrelsher telur sig þurfa um það bil viku til að ljúka aðgerðum sínum gegn skæruliðum Hizbollah áður en hægt verði að semja um vopnahlé á alþjóðavettvangi. Reuters-fréttastofan hefur þetta eftir heimildarmönnum innan ísraelskra öryggissveita og vestrænum sendifulltrúum. Ísraelsk herþyrla hrapaði í norðurhluta Ísrael í morgun. Tveir eru sagðir hafa annað hvort særst eða farist með henni. Ísraelska útvarpið segir þyrluna hafa flæst í raflínu á leið sinni til Líbanon. Liðsmenn Hizbolla segjast hins vegar hafa skotið hana niður. Stuðningur við aðgerðir Ísraelsmanna í Líbanon og á Gaza-svæðinu virðist töluverður í Bandaríkjunum en mörg þúsund manns komu saman í Los Angeles og San Fransico í gær til að styðja við Ísraela. Arnold Schwarzenegger, kvikmyndaleikari og ríkisstjóri í Kaliforníu, var meðal þeirra þúsunda sem komu saman á götum Los Angeles. Hann sagði Ísraelsmenn hafa rétt til að verja hendur sínar og sagðist biðja fyrir frið í Líbanon. Ekki kom til átaka í Los Angeles þó fámennur hópur andstæðinga Ísraela hafi einnig komið saman í nágrenni við Schwarzenegger og félaga.
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira