Fundað í Róm á morgun um ástandið í Líbanon 25. júlí 2006 12:45 Mynd af öðrum sjúkrabíl Rauða krossins í Líbanon sem varð fyrir árás á sunnudaginn. MYND/AP Fulltrúar Rauða krossins í Líbanon segja sjúkraflutningamenn á þeirra vegum ekki óhulta fyrir árásum Ísraelshers. Þeir fullyrða að níu hafi særst þegar sprengjum var varpað á sjúkrabíla á þeirra vegum í Suður-Líbanon á sunnudag. AP fréttastofan komst yfir myndbandsupptöku starfsmanna Rauða krossins tóku af tveimur sjúkrabílum sínum sem þeir segja hafa eyðilagst í árásinni. Að sögn þeirra munu níu sjúkraflutningamenn hafa særst þar sem þeir voru að flytja særða á sjúkrahús í bænum Kana, tuttugu kílómetra frá Týrus. AP fréttastofan náði síðan myndum af því þegar fjölmargir sjúkraflutningamenn voru fluttir á sjúkrahús í Týrus að kvöldi sunnudags til aðhlynningar. Ekki hefur fengist staðfest að Ísraelsher hafi gert árás á sjúkrabílana. Átök milli Ísraelshers og skæruliða Hizbollah halda áfram í Suður-Líbanon. Ísraelar hafa nú hertekið þorpið Bint Jbeil þar sem harðir bardagar hafa geisað síðasta sólahring. Það mun vera eitt höfuðvígi Hizbollah-hreyfingarinnar. Fram kemur á vefsíðu ísraelska blaðsins Haaretz að hermenn hafi umkringt þorpið í morgun. Tveir ísraelskir hermenn hafa fallið í hörðum átökum við skæruliða Hizbollah og fjórtán særst. Talið er að tíu skæruliðar hafi fallið. Ísraelsher hefur áður lagt undir sig líbanska þorpið Maroun al-Ras Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels sagði í morgun, fyrir fund með Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Ísraelsmenn væru staðnráðnir í að halda herðaraðgerðum áfram af fullri hörku. Ísraelsmönnum væri tryggður sá réttur að verja hendur sínar og það væru þeir að gera. Rice hóf ferð sína um Mið-Austurlönd í gær og átti fund með ráðamönnum í Beirút í gær. Sá fundur er sagður hafa valdið þarlendum ráðamönnum vonbrigðum. Rice kom síðan fyrir stundu til Ramallah á Vesturbakkanum þar sem hún mun eiga fund með Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna. Jan Egeland, yfirmaður neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna, segir nauðsynlegt að koma á vopnahléi milli Ísraela og Líbanon. Hann kom til Ísrael í dag í þeim tilgangi að reyna að leita leiða til að koma hjálparaðstoð til þeirra líbanskra borgara sem eru fastir mitt átökunum á milli hersveita Ísraela og Hizbollah. Bandarísk stjórnvöld segja hins vegar mikilvægt að tryggja vopnahlé þegar tíminn sé réttur. Ómögulegt sé að framfylgja því nú. Háttsettir sendifulltrúar frá Bandaríkjunum, Evrópulöndum og ríkjum Mið-Austurlanda koma saman til fundar í Róm á morgun til að ræða ástandið í Líbanon. Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði í morgun að megin markmið fundarins væri að tryggja vopnahlé. Erlent Fréttir Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira
Fulltrúar Rauða krossins í Líbanon segja sjúkraflutningamenn á þeirra vegum ekki óhulta fyrir árásum Ísraelshers. Þeir fullyrða að níu hafi særst þegar sprengjum var varpað á sjúkrabíla á þeirra vegum í Suður-Líbanon á sunnudag. AP fréttastofan komst yfir myndbandsupptöku starfsmanna Rauða krossins tóku af tveimur sjúkrabílum sínum sem þeir segja hafa eyðilagst í árásinni. Að sögn þeirra munu níu sjúkraflutningamenn hafa særst þar sem þeir voru að flytja særða á sjúkrahús í bænum Kana, tuttugu kílómetra frá Týrus. AP fréttastofan náði síðan myndum af því þegar fjölmargir sjúkraflutningamenn voru fluttir á sjúkrahús í Týrus að kvöldi sunnudags til aðhlynningar. Ekki hefur fengist staðfest að Ísraelsher hafi gert árás á sjúkrabílana. Átök milli Ísraelshers og skæruliða Hizbollah halda áfram í Suður-Líbanon. Ísraelar hafa nú hertekið þorpið Bint Jbeil þar sem harðir bardagar hafa geisað síðasta sólahring. Það mun vera eitt höfuðvígi Hizbollah-hreyfingarinnar. Fram kemur á vefsíðu ísraelska blaðsins Haaretz að hermenn hafi umkringt þorpið í morgun. Tveir ísraelskir hermenn hafa fallið í hörðum átökum við skæruliða Hizbollah og fjórtán særst. Talið er að tíu skæruliðar hafi fallið. Ísraelsher hefur áður lagt undir sig líbanska þorpið Maroun al-Ras Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels sagði í morgun, fyrir fund með Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Ísraelsmenn væru staðnráðnir í að halda herðaraðgerðum áfram af fullri hörku. Ísraelsmönnum væri tryggður sá réttur að verja hendur sínar og það væru þeir að gera. Rice hóf ferð sína um Mið-Austurlönd í gær og átti fund með ráðamönnum í Beirút í gær. Sá fundur er sagður hafa valdið þarlendum ráðamönnum vonbrigðum. Rice kom síðan fyrir stundu til Ramallah á Vesturbakkanum þar sem hún mun eiga fund með Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna. Jan Egeland, yfirmaður neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna, segir nauðsynlegt að koma á vopnahléi milli Ísraela og Líbanon. Hann kom til Ísrael í dag í þeim tilgangi að reyna að leita leiða til að koma hjálparaðstoð til þeirra líbanskra borgara sem eru fastir mitt átökunum á milli hersveita Ísraela og Hizbollah. Bandarísk stjórnvöld segja hins vegar mikilvægt að tryggja vopnahlé þegar tíminn sé réttur. Ómögulegt sé að framfylgja því nú. Háttsettir sendifulltrúar frá Bandaríkjunum, Evrópulöndum og ríkjum Mið-Austurlanda koma saman til fundar í Róm á morgun til að ræða ástandið í Líbanon. Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði í morgun að megin markmið fundarins væri að tryggja vopnahlé.
Erlent Fréttir Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira