Viðræður Bolton og Fortune á lokastigi

Nú virðist fátt því til fyrirstöðu að enska úrvalsdeildarfélagið Bolton gangi frá samingi við suður-afríska miðjumanninn Quinton Fortune í kvöld eða á morgun. Fortune var áður hjá Manchester United, en erfið barátta hans við meiðsli setti þar strik í reikninginn. Umboðsmaðuri Fortune segir æfingar hans með liðinu undanfarið hafa gengið mjög vel og að búið sé að ganga frá meginatriðum í samningi hans.