
Sport
Pennant á leið til Liverpool?

Breska sjónvarpið hefur eftir heimildamanni sínum hjá Birmingham að félagið hafi samþykkt 6,2 milljón punda tilboð Liverpool í vængmanninn Jermaine Pennant. Birmingham neitaði nýverið 3,5 milljóna tilboði þeirra rauðu, en nú herma fregnir að Pennant sé þegar kominn í viðræður við Liverpool.