Að minnsta kosti níu ísraelskir hermenn féllu í miklum átökum við skæruliða Hizbollah í þorpinu Bint Jbeil í Suður-Líbanon í morgun. Arabíska fréttastöðin Al Jazeera greindi frá þessu fyrir stundu. Arabíska sjónvarpsstöðin Al Arabiya segir hins vegar að tólf hermenn hafi fallið. Fréttir bárust af því í gær að Ísraelsher hefði hertekið þorpið en nú berast fréttir af frekari átökum þar.
Níu hermenn féllu í átökum Hizbollah og Ísraelsher
