Gæti ekki verið sáttari 26. júlí 2006 21:30 Logi Geirsson segir að HM í Þýskalandi eigi eftir að verða mikil lyftistöng fyrir handboltann og bindur miklar vonir við íslenska landsliðið Mynd/Jurgen Hagemann Landsliðsmaðurinn Logi Geirsson hefur framlengt samning sinn við þýska liðið Lemgo til ársins 2010. Logi hefur verið óheppinn með meiðsli á síðustu misserum, en er nú að ná fullum styrk og er yfir sig ánægður með lífið og tilveruna eins og hans er von og vísa. "Ég held bara að ég gæti ekki verið sáttari," sagði Logi í kvöld þegar Vísir náði tali af honum. "Ég átti eitt ár eftir af gamla samningnum mínum en nú er ég búinn að skrifa undir nýjan og miklu betri samning til ársins 2010 og það er mjög jákvætt. Þeir buðu mér fyrst nokkuð lakari samning fyrir tveimur mánuðum síðan, en svo fóru önnur lið að hafa samband við mig og sýna áhuga. Í framhaldi af því komst ég í nokkuð sterkari stöðu við að semja og landaði þessum fína samningi í kjölfarið." Logi segir lækna loksins hafa fengið botn í bakmeiðslin sem hafa verið að hrjá hann til þessa og segir að ef hann fari að finna til þeirra á ný, verði hægt að laga þau með tiltölulega einfaldri aðgerð. Hann segist líka hlakka til þess að fá að sanna sig með landsliðinu eftir meiðslavonbrigðin að undanförnu. "Það hefur verið erfitt að vera fyrir utan þetta fram að þessu, því það er auðvitað toppurinn að spila með landsliðinu. Það er gríðarleg stemming í strákunum sem spila hérna í Þýskalandi og stefnan er auðvitað sett á að gera góða hluti á HM. Íslenska liðið er auðvitað frábærlega vel mannað og ég sé enga ástæðu til annars en að liðið geti gert fína hluti á mótinu," sagði Logi, sem skartar nú nýrri hárgreiðslu að hætti hússins. Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Fleiri fréttir „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Annar sannfærandi sigur hjá Íslandi á u-18 EuroBasket Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Zubimendi skrifar undir hjá Arsenal EM í dag: Allt eða ekkert Sjáðu hvernig Fram vann á írskum dögum og hundur hljóp inn á völlinn Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Logi Geirsson hefur framlengt samning sinn við þýska liðið Lemgo til ársins 2010. Logi hefur verið óheppinn með meiðsli á síðustu misserum, en er nú að ná fullum styrk og er yfir sig ánægður með lífið og tilveruna eins og hans er von og vísa. "Ég held bara að ég gæti ekki verið sáttari," sagði Logi í kvöld þegar Vísir náði tali af honum. "Ég átti eitt ár eftir af gamla samningnum mínum en nú er ég búinn að skrifa undir nýjan og miklu betri samning til ársins 2010 og það er mjög jákvætt. Þeir buðu mér fyrst nokkuð lakari samning fyrir tveimur mánuðum síðan, en svo fóru önnur lið að hafa samband við mig og sýna áhuga. Í framhaldi af því komst ég í nokkuð sterkari stöðu við að semja og landaði þessum fína samningi í kjölfarið." Logi segir lækna loksins hafa fengið botn í bakmeiðslin sem hafa verið að hrjá hann til þessa og segir að ef hann fari að finna til þeirra á ný, verði hægt að laga þau með tiltölulega einfaldri aðgerð. Hann segist líka hlakka til þess að fá að sanna sig með landsliðinu eftir meiðslavonbrigðin að undanförnu. "Það hefur verið erfitt að vera fyrir utan þetta fram að þessu, því það er auðvitað toppurinn að spila með landsliðinu. Það er gríðarleg stemming í strákunum sem spila hérna í Þýskalandi og stefnan er auðvitað sett á að gera góða hluti á HM. Íslenska liðið er auðvitað frábærlega vel mannað og ég sé enga ástæðu til annars en að liðið geti gert fína hluti á mótinu," sagði Logi, sem skartar nú nýrri hárgreiðslu að hætti hússins.
Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Fleiri fréttir „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Annar sannfærandi sigur hjá Íslandi á u-18 EuroBasket Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Zubimendi skrifar undir hjá Arsenal EM í dag: Allt eða ekkert Sjáðu hvernig Fram vann á írskum dögum og hundur hljóp inn á völlinn Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Sjá meira