Vopnahlé óþarft 29. júlí 2006 19:01 Utanríkisráðherra Bandaríkjanna fagnaði í dag vopnahléstillögum stjórnvalda í Líbanon. Hisbolla-samtökin styðja tillögurnar en Ísraelar segja að vopnahlé sé óþarft því að þeir muni leyfa flutning hjálpargagna á átakasvæðin. Loftárásir Ísraela héldu áfram í dag og á sama tíma rigndi eldflaugum hisbolla-skæruliða yfir norðurhluta Ísraels. Líkistusmiðir í hafnarborginni Tyrus í Líbanon hafa nóg að gera. Líkamsleifar tuga manna sem hafa látist í loftárásum Ísraela hafa verið að berast til borgarinnar, og í dag voru þær settar í kistur, merktar og jarðaðar í fjöldagröfum. Hinum megin við landamærin bíða ísraelskir hermenn fyrirmæla. Harðir bardagar hafa átt sér stað milli Ísraelshers og hisbollaskæruliða í þorpum nálægt landamærunum undanfarna daga. Hörðustu átökin hafa verið í þessu þorpi, Bint Jbail. Í dag hörfuðu ísraelskir hermenn og yfirgáfu þorpið. Átökin hafa staðið í átján daga og það að hisbolla skæruliðar skuli enn standast linnulaus áhlaup og loftárásir Ísraela hefur haft veruleg áhrif á almenningsálitið í arabaheiminum. Upphaflega voru hisbolla menn ákaft gagnrýndir fyrir að hefja tilgangslausar blóðsúthellingar, en eftir því sem tíminn líður virðist stuðningur við samtökin aukast og gagnrýni magnast á Ísrael og Bandaríkin. Condoleeza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom í dag til Ísraels, en hún kann að eiga erfitt uppdráttar í arabaheiminum eftir ummæli sín nýlega um að átökin í Líbanon séu fæðingarhríðir nýrra Mið-Austurlanda. Jafnvel stuðningur Bandaríkjanna við hjálparstarf í Líbanon hjálpar ekki til. Í þorpunum við landamærin í suðurhluta Líbanons er ástandið hrikalegt og versnar dag frá degi. Þetta fólk býr við stöðugar fallbyssuárásir. Það vantar mat, einkum fyrir börnin. Fólk reynir að komast burt, en aðeins þeir heppnu og efnuðu komast af átakasvæðinu. Nú síðdegis bárust fréttir um að sjö manns hefðu látist í loftárás á hús á þessu svæði - kona og sex börn. Ísraelsmenn segja að hisbolla hafi hingað til skotið sautján hundruð eldflaugum á Ísrael - og að skæruliðarnir hafi jafnvel bækistöðvar í spítölum. Nasralla leiðtogi Hisbolla hét því í dag að árásirnar á Ísrael myndu halda áfram og að eldflaugar hisbolla myndu smám saman ná lengra inn í Ísrael. Á meðan reynir Rauði krossinn að dreifa matvælum í suðurhluta Líbanons, en starfsmenn hans segja að margir staðir verði útundan, enda falli sprengjur með reglulegu millibili. Erlent Fréttir Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna fagnaði í dag vopnahléstillögum stjórnvalda í Líbanon. Hisbolla-samtökin styðja tillögurnar en Ísraelar segja að vopnahlé sé óþarft því að þeir muni leyfa flutning hjálpargagna á átakasvæðin. Loftárásir Ísraela héldu áfram í dag og á sama tíma rigndi eldflaugum hisbolla-skæruliða yfir norðurhluta Ísraels. Líkistusmiðir í hafnarborginni Tyrus í Líbanon hafa nóg að gera. Líkamsleifar tuga manna sem hafa látist í loftárásum Ísraela hafa verið að berast til borgarinnar, og í dag voru þær settar í kistur, merktar og jarðaðar í fjöldagröfum. Hinum megin við landamærin bíða ísraelskir hermenn fyrirmæla. Harðir bardagar hafa átt sér stað milli Ísraelshers og hisbollaskæruliða í þorpum nálægt landamærunum undanfarna daga. Hörðustu átökin hafa verið í þessu þorpi, Bint Jbail. Í dag hörfuðu ísraelskir hermenn og yfirgáfu þorpið. Átökin hafa staðið í átján daga og það að hisbolla skæruliðar skuli enn standast linnulaus áhlaup og loftárásir Ísraela hefur haft veruleg áhrif á almenningsálitið í arabaheiminum. Upphaflega voru hisbolla menn ákaft gagnrýndir fyrir að hefja tilgangslausar blóðsúthellingar, en eftir því sem tíminn líður virðist stuðningur við samtökin aukast og gagnrýni magnast á Ísrael og Bandaríkin. Condoleeza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom í dag til Ísraels, en hún kann að eiga erfitt uppdráttar í arabaheiminum eftir ummæli sín nýlega um að átökin í Líbanon séu fæðingarhríðir nýrra Mið-Austurlanda. Jafnvel stuðningur Bandaríkjanna við hjálparstarf í Líbanon hjálpar ekki til. Í þorpunum við landamærin í suðurhluta Líbanons er ástandið hrikalegt og versnar dag frá degi. Þetta fólk býr við stöðugar fallbyssuárásir. Það vantar mat, einkum fyrir börnin. Fólk reynir að komast burt, en aðeins þeir heppnu og efnuðu komast af átakasvæðinu. Nú síðdegis bárust fréttir um að sjö manns hefðu látist í loftárás á hús á þessu svæði - kona og sex börn. Ísraelsmenn segja að hisbolla hafi hingað til skotið sautján hundruð eldflaugum á Ísrael - og að skæruliðarnir hafi jafnvel bækistöðvar í spítölum. Nasralla leiðtogi Hisbolla hét því í dag að árásirnar á Ísrael myndu halda áfram og að eldflaugar hisbolla myndu smám saman ná lengra inn í Ísrael. Á meðan reynir Rauði krossinn að dreifa matvælum í suðurhluta Líbanons, en starfsmenn hans segja að margir staðir verði útundan, enda falli sprengjur með reglulegu millibili.
Erlent Fréttir Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira