Innlent

Siv í formann eða varaformann?

Mynd/Haraldur Jónasson

Spenna fer vaxandi meðal framsóknarmanna fyrir flokksþingið eftir þrjár vikur, vegna óvissu um framboð Sivjar Friðleifsdóttur til formanns eða varaformanns.

Flokksþingið verður haldið dagana 18. og 19. ágúst að Hótel Loftleiðum og munu tæplega 900 fulltrúar kjósa nýja forystu. Vangaveltur eru uppi um tvær blokkir, annrsvegar stuðningsmenn Jóns Sigurðssonar viðskiptaráðherra til formanns og Jónínu Bjartmars til varaformanns, og hinsvegar stuðningsmenn Guðna Ágústssonar til varformanns og Sivjar Friðleifsdóttur til formanns. Er þá einkum litið til þess að Jónína hefur lýst yfir stuðningi við Jón, en athygli vekur að Jón hefur ekki lýst yfir stuðningi við hana til varaformennsku. Þá hefur Guðni neitað því að standa í blokkamyndun, eða flokkadrætti og hefur ekki lýst stuðningi við neinn, og Siv hefur ekki enn gefið upp hvort hún sækist eftir formennsku eða varformennsku. Ef af yrði þykir afar ólíklegt að hún sæktist eftir varaformennskunni. Hún hefur ekkert gefið upp ennþá, og reyndar þarf hún ekki að gefa kost á sér fyrr en á flokksþinginu sjálfu, sem framkvæmdastjórn flokksins býst við að verði vel sótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×