Innlent

Sjávarleður skilar hagnaði

Sjávarleður er vinsælt meðal hönnuða víða um heim.
Sjávarleður er vinsælt meðal hönnuða víða um heim. Mynd/Vísir

Fyrirtækið Sjávarleður á Sauðárkróki er farið að skila hagnaði, í fyrsta sinn frá stofnun þess árið 1995 og forsvarsmaður þess segir að reksturinn gangi jafnvel betur nú en í fyrra, þegar gerður var samningur við hinn þekkta íþróttavöruframleiðanda NIKE.

Gamla Loðskinnshúsið á Sauðárkróki gæti hafa orðið minnisvarði um misheppnaðan rekstur - en er það ekki; þar innandyra fer fram sútun og litun fiskroðs sem hefur vakið athygli sumra þekktustu tískuhúsa heims.

Fiskleðrið er af laxi, hlýra og innfluttum Nílarkarfa, og tilraunir með þorskleður vekja góðar vonir. Sportvörurisinn Nike hefur notað framleiðslu Sjávarleðurs í vörur eins og skó og töskur.

Gunnsteinn Björnsson er einn af stærstu eigendunum ásamt Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins, Norðurströnd á Dalvík, sveitarfélaginu Skagafirði og eignarhaldsfélaginu Stökum á Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×