Innlent

Ingólfur Hartvigsson ráðinn sóknarprestur í Kirkjubæjarklausturprestakalli

Ingólfur Hartvigsson hefur verið ráðinn í embætti sóknarprests í Kirkjubæjarklausturprestakalli frá og með 1. ágúst.



Ingólfur Hartvigsson lauk embættisprófi frá guðfræðideild Háskóla Íslands 2001. Hluta af námi sínu tók hann við guðfræðideild Árósaháskóla. Hann hefur gegnt ýmsum störfum á kirkjulegum vettvangi og starfað mikið með börnum og unglingum, nú síðast í Grafarvogskirkju.

Fimm umsækjendur voru um embættið og valdi valnefnd í Kirkjubæjarklausturprestakalli, á fundi 25. júlí, Ingólf sem sóknarprest. Dóms- og kirkjumálaráðherra skipar í embættið til fimm ára að fenginni niðurstöðu valnefndar. Valnefnd skipa fimm fulltrúar úr prestakallinu auk vígslubiskupsins í Skálholti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×