Innlent

Leiðsegir fólki um Kárahnúkasvæðið

Mynd/GVA

Ómar Ragnarsson fréttamaður segir ferðamenn um Kárahnúkasvæðið marga hverja vera undrandi á umfangi miðlunarlónsins sem senn verður fyllt. Hann mun verja sumarfríi sínu á Kárahnjúkum í sumar til að fræða ferðamenn um svæðið.

Ómar Ragnarsson hefur ekið, gengið og flogið með ferðamenn um Kárhnjúkasvæðið síðustu tíu daga. Ómar hefur verið önnum kafinn síðan en hann segir mikinn áhuga vera fyrir svæðinu, bæði meðal íslenskra sem erlendra ferðamanna, virkjanasinna sem og náttúruverndarsinna. Það styttist í að vatn fari að streyma niður í Hálslón, miðlunarlón Kárahnjúkavirkjuunar, en það er einkum það svæði sem Ómar leiðsegir fólki um. Hann segir að umfang og stærð lónsins komi fólki mikið á óvart og þær sveiflur sem verða á stærð lónsins á sumrin.

Ómar segir að ferðirnar hafi gefið sé mikið. Hann segir það skildu sína sem fjölmiðlamanns að upplýsa fólk um allar hliðar málsins og ferðir hans séu liður í því. Hann er undrandi yfir að Landsvirkjun beini sjónum almennings að einkum af virkjuninni sjálfri en ekki náttúrunnni líka.

Ómar stefnir á að leiðsegja fólki um svæðið fram til 15. október. Áhugasamir ferðalangar geta farið inn á síðuna hugmyndaflug punktur is og fengið nánari upplýsingar um ferðirnar og ferðatillögun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×