Flugumferðarstjóri þvingaður til vinnu veikur 31. júlí 2006 22:49 MYND/Heiða Helgadóttir Flugumferðarstjóri á Reykjavíkurflugvelli, sem tilkynnti sig veikan í gærmorgun, var úrskurðaður vinnufær af trúnaðarlækni og í framhaldinu sagt að mæta til vinnu. Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir atburðinn fáheyrðan og stórhættulegan. Að sögn Lofts Jóhannssonar, formanns Félags íslenskra flugumferðarstjóra, hringdi starfsmaðurinn sig inn veikan um hálf tíu, klukkutíma áður en vaktin átti að hefjast, tók svo inn verkjalyf og lagði sig. Stuttu síðar hringdi trúnaðarlæknir fyrirtækisins í hann og boðaði hann á stofuna til sín í skoðun. Þegar maðurinn kvaðst ekki treysta sér til þess kom trúnaðarlæknirinn heim til hans, skoðaði hann og úrskurðaði hann vinnufæran. Síðan hafi maðurinn verið þvingaður til vinnu þrátt fyrir mótmæli sín. Upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar Íslands segir ekki rétt að tala um þvingun í þessu sambandi. Leyfilegt sé að biðja trúnaðarlækna um að skoða starfsmenn og trúnaðarlæknir hafi úrskurðað manninn vinnufæran. Maðurinn hafi leitað annars álits, sérstaklega í ljósi þess að hann hafði tekið inn verkjalyf, en sá læknir mat hann einnig vinnufæran, og taldi verkjalyfin farin úr honum. Maðurinn hafi þá mætt til vinnu. Trúnaðarlæknir hafi verið beðinn um að líta á manninn í ljósi deilna flugumferðarstjóra við Flugmálastjórn að undanförnu og mikilla veikinda starfsmanna. Loftur segir manninn hafa verið veikan. Vinnubrögð Flugmálastjórnar séu ótrúleg og ekki til fyrirmyndar. Flugumferðarstjórar eigi að vera heima þegar þeir séu veikir og treysti sér ekki til vinnu. Hætt sé við því að starfsmenn fari að mæta veikir til vinnu af ótta við heimsóknir trúnaðarlækna og valdbeitingu yfirmanna, og stofna þar með flugöryggi í hættu. Fréttir Innlent Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira
Flugumferðarstjóri á Reykjavíkurflugvelli, sem tilkynnti sig veikan í gærmorgun, var úrskurðaður vinnufær af trúnaðarlækni og í framhaldinu sagt að mæta til vinnu. Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir atburðinn fáheyrðan og stórhættulegan. Að sögn Lofts Jóhannssonar, formanns Félags íslenskra flugumferðarstjóra, hringdi starfsmaðurinn sig inn veikan um hálf tíu, klukkutíma áður en vaktin átti að hefjast, tók svo inn verkjalyf og lagði sig. Stuttu síðar hringdi trúnaðarlæknir fyrirtækisins í hann og boðaði hann á stofuna til sín í skoðun. Þegar maðurinn kvaðst ekki treysta sér til þess kom trúnaðarlæknirinn heim til hans, skoðaði hann og úrskurðaði hann vinnufæran. Síðan hafi maðurinn verið þvingaður til vinnu þrátt fyrir mótmæli sín. Upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar Íslands segir ekki rétt að tala um þvingun í þessu sambandi. Leyfilegt sé að biðja trúnaðarlækna um að skoða starfsmenn og trúnaðarlæknir hafi úrskurðað manninn vinnufæran. Maðurinn hafi leitað annars álits, sérstaklega í ljósi þess að hann hafði tekið inn verkjalyf, en sá læknir mat hann einnig vinnufæran, og taldi verkjalyfin farin úr honum. Maðurinn hafi þá mætt til vinnu. Trúnaðarlæknir hafi verið beðinn um að líta á manninn í ljósi deilna flugumferðarstjóra við Flugmálastjórn að undanförnu og mikilla veikinda starfsmanna. Loftur segir manninn hafa verið veikan. Vinnubrögð Flugmálastjórnar séu ótrúleg og ekki til fyrirmyndar. Flugumferðarstjórar eigi að vera heima þegar þeir séu veikir og treysti sér ekki til vinnu. Hætt sé við því að starfsmenn fari að mæta veikir til vinnu af ótta við heimsóknir trúnaðarlækna og valdbeitingu yfirmanna, og stofna þar með flugöryggi í hættu.
Fréttir Innlent Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira