Maðurinn, sem handtekinn var eftir ránið í skrifstofum Bónusvídeós í Hafnarfirði í fyrradag, var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til áttunda ágúst.
Annar maður, sem beið hans í bíl fyrir utan, en komst undan, er ófundinn og neitar sá sem er í haldi, að segja til hans. Nokkuð góð lýsing liggur fyrir á bílnum, sem nota átti til flótta af vettvangi, en hann hefur heldur ekki fundist.-