Innlent

Þingmenn fastir í Svíþjóð

Fimm manna sendinefnd á vegum Alþingis hefur setið föst á Arlanda flugvellinum í Stokkhólmi, á annan sólarhring. Björgvin G. Sigurðsson þingmaður segir framkomu Flugleiða slíka að þingið þurfi að endurskoða viðskipti sín við félagið. Sendinefnd þingsins, sem fara átti á norðurskautsráðstefnu í Kírúna í Svíþjóð, skipa auk Björgvins G. Sigurðssonar, þeir Sigurður Kári Kristjánsson fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Jón Kristjánsson Framsóknarflokknum og tveir starfsmenn þingsins. Björgvin segir upphaf ófaranna hafa verið þegar fimm tíma töf varð á fluginu frá Íslandi til Stokkhólms. Það varð til þess að sendinefndin missti af fluginu frá Stokkhólmi til Kírúna sem er nyrst í svíþjóð. Við tók þras við starfsmenn Flugleiða, sem að sögn Björgvins sýndu af sér fráleita framkomu "Okkur finnst Flugleiðir sýna fráleita framkomu. Alþingi er einn þeirra stærsti kúnni en miðað við þetta tel ég þörf á að Alþingi endurskoði viðskipti sín við félagið," segir Björgvin. Um hádegið áttu þingmennirnir loksins að fá flug til Kiruna þar sem norðurskautsráðstefnan er meira en hálfnuð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×