Innlent

Spá minni hagnaði

Fjármálasérfræðingar bankanna spá almennt minni hagnaði á síðari helmingi ársins, en á fyrri helmingi þess, sem sló öll met.

KB banki, Landsbankinn, Glitnir og Straumur Burðarás skiluðu samanlagt 92 milljarða hagnaði á fyrri árshelmingi samanborið við 54 milljarða á sama tímabili í fyrra. Það skýrist einkum af stór auknum vaxtatekjum , sem rekja má að hluta, til stór aukinnar verðbólgu á örðum ársfjórðungi og veikingu krónunnar það sem af er árinu.

Athygli vekur að bankarnir töpuðu samanlagt rúmum þremur milljörðum á öðrum ársfjórðungi á fjármálastarfssemi eftir að hafa hagnast af sömu starfssemi um röska 25 milljarða á frysta ársfjórðungi. Samanlagðar eignir Glitnis, Landsbankans og KB banka jukust um tæplega tvö þúsund milljarða á fyrri árshelmingi og nema nú 7,387 milljörðum króna, sem nemur umþaðbil tvöfaldri þjóðarframleiðslu. Spáð er að vaxtatekjur muni dragast saman , draga muni úr útlánavexti og krónan síga hægar, á síðari helmingi ársins þannig að afkomutölur um áramót verði lakari en núna.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×